Hætt við skattahækkanir

00:00
00:00

Heim­ild­ir AFP-frétta­stof­unn­ar herma að for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, Edou­ard Phil­ippe, muni í dag til­kynna um að hætt hafi verið við hækk­an­ir á eldsneyt­is­skött­um en upp­haf mót­mæla­öld­unn­ar í land­inu má rekja til skatta­hækk­ana. Full­trú­ar gulu vest­anna, gilet jaunes, hafa hins veg­ar ákveðið að hætta við að mæta á fund for­sæt­is­ráðherra í dag sam­kvæmt frétt BBC.

Til stóð að hækka skatta á eldsneyti í Frakklandi 1. janú­ar en eins og áður sagði mun Phil­ippe greina frá því að hætt hafi verið við það. Hann mun jafn­framt kynna fleiri aðgerðir stjórn­valda í þeirri von að hægt verði að lægja öld­un­ar í frönsku þjóðfé­lagi.

Ein­hverj­ir liðsmanna hreyf­ing­ar­inn­ar segja að þeir hafi fengið líf­láts­hót­an­ir frá öfga­mönn­um meðal mót­mæl­enda. Þeir hóti að drepa þá ef þeir gangi til viðræðna við stjórn­völd. Mót­mæli gulu vest­anna hóf­ust um miðjan nóv­em­ber vegna hækk­un­ar á skött­um á eldsneyti en að sögn yf­ir­valda er hækk­un­in liður í um­hverf­is­stefnu lands­ins. En mót­mæl­in hafa breyst að und­an­förnu og bein­ist reiði mót­mæl­enda að rík­is­stjórn lands­ins.

Þrír hafa dáið eft­ir að mót­mæl­in hóf­ust og of­beldi og skemmd­ar­verk hafa ein­kennt mót­mæl­in und­an­farn­ar tvær helg­ar, ekki síst um síðustu helgi.

For­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, hef­ur sakað and­stæðinga sína í stjórn­mál­um um að hafa rænt mót­mæla­hreyf­ing­unni (gulu vest­un­um) til þess að koma í veg fyr­ir um­bæt­ur sem unnið er að af stjórn­völd­um. 

Macron hélt neyðar­fund með ráðherr­um í gær og hann hætti við op­in­bera heim­sókn til Serbíu vegna ástands­ins.

Leiðtogi Þjóðar­hreyf­ing­ar­inn­ar, Mar­ine Le Pen, var á neyðar­fund­in­um með Macron í gær og hún var­ar við því að Macron geti orðið fyrsti for­seti franska lýðveld­is­ins sem myndi fyr­ir­skipa að skotið verði á al­menn­ing.

Líkt og fram hef­ur komið hef­ur Le Pen lýst stuðningi við mót­mæl­end­ur og sagt aðgerðir þeirra „end­ur­spegla gremju veru­lega mik­ils meiri­hluta þjóðar­inn­ar sem gengið væri fram ­hjá af hálfu lít­ils hóps sem hugsaði bara um sjálf­an sig“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert