Loka Eiffel-turninum vegna mótmæla

Mótmælendur við Sigurbogann í París síðasta laugardag.
Mótmælendur við Sigurbogann í París síðasta laugardag. AFP

Eif­fel-turn­in­um og fleiri ferðamanna­stöðum í Par­ís verður lokað á morg­un vegna ótta um að upp úr sjóði í mót­mæl­um gulu vest­anna svo­nefndu gegn frönsk­um stjórn­völd­um. 

89.000 lög­reglu­menn verða á vakt víðs veg­ar um Frakk­land og bryn­v­arðir bíl­ar verða notaðir í höfuðborg­inni að því er Edou­ard Phil­ippe, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, hef­ur til­kynnt. 

BBC seg­ir lög­reglu hafa hvatt versl­un­ar­eig­end­ur og veit­ingastaðar­eig­end­ur við Champs Elysees-breiðgöt­una í Par­ís að hafa lokað. Nokk­ur af söfn­um borg­ar­inn­ar hafa einnig ákveðið að loka sín­um dyr­um.

Síðasta laug­ar­dag kom til einna verstu mót­mæla sem orðið hafa í borg­inni í ára­tugi. Franska rík­is­stjórn­in hef­ur þegar til­kynnt að hún muni hætta við áætl­un um eldsneyt­is­skatt, sem var upp­haf­lega kveikj­an að mót­mæl­un­um, en óánægja með stjórn­ina hef­ur breiðst út og komið hef­ur til mót­mæla vegna annarra mála.

AFP-frétta­stof­an hef­ur eft­ir emb­ætt­is­manni í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu að yf­ir­völd séu að búa sig und­ir „veru­legt“ of­beldi á laug­ar­dag, þar sem von sé á aðgerðar­sinn­um af bæði hægri og vinstri væng stjórn­mál­anna til borg­ar­inn­ar.

Phil­ippe sagði í viðtali við TF1-sjón­varps­stöðina að 8.000 lög­reglu­menn verði send­ir sér­stak­lega til Par­ís­ar, sem og tug­ir bryn­v­arðra bíla. Þá ít­rekaði hann fyrri beiðni sína um að fólk haldi ró sinni. „Við bú­umst við fólki sem er ekki komið hingað til að mót­mæla, held­ur til að brjóta og við vilj­um hafa tæki­færi á að gefa þeim ekki laus­an taum­inn,“ sagði hann.

Áður hef­ur Phil­ippe sagt að stjórn­völd séu til­bú­in að koma enn frek­ar til móts við mót­mæl­end­ur, m.a. með því að grípa til aðgerða sem gagn­ist þeim lægst launuðu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka