„Gulu vestin“ mótmæla í Brussel

AFP

Mót­mæli sem kennd eru við gul vesti fara ekki ein­ung­is fram í Frakklandi held­ur líka Belg­íu. Lög­regl­an í höfuðborg­inni Brus­sel þurfti að beita tára­gasi og vatnsþrýsti­byss­um gegn mót­mæl­end­um í dag. Um 400 manns voru hand­tekn­ir.

„Lög­reglumaður slasaðist á and­liti. Hann var færður á spít­ala en er ekki í lífs­hættu,“ sagði fjöl­miðlafull­trúi lög­regl­unn­ar í Brus­sel við AFP í dag. Hún sagði að mót­mæl­end­ur hefðu kastað ýms­um lausa­mun­um í átt að lög­reglu.

Um eitt þúsund manns tóku þátt í mót­mæl­un­um sem urðu til þess að loka þurfti stóru svæði í Brus­sel þar sem Fram­kvæmda­stjórn ESB og Evr­ópuþingið eru til húsa.

Mót­mæli „gulu vest­anna“ hóf­ust fyr­ir þrem­ur vik­um í Par­ís er fólk flykkt­ist út á göt­ur til að mót­mæla hækk­un­um á eldsneyt­is­skött­um. Upp­haf þeirra má rekja til hækk­un skatta á eldsneyti en mót­mæl­in hafa breyst í al­menn mót­mæli gegn for­seta Frakk­lands, Emm­anu­el Macron. Rík­is­stjórn­in seg­ir mót­mæl­un­um hafa verið rænt af al­menn­ingi og nú séu það öfga­menn sem þeim stjórni.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka