Hundruð handtekin í París

Mótmælendur voru mættir á sinn stað snemma í morgun. Þeir …
Mótmælendur voru mættir á sinn stað snemma í morgun. Þeir klæðast gulum vestum og eru mótmælin kennd við það. AFP

Franska lög­regl­an hand­tók í morg­un 278 manns í Par­ís við upp­haf enn einna mót­mæl­anna í land­inu sem skipu­lögð eru af hópi sem nú er kallaður „gulu vest­in“.

Aðgang­ur er bannaður að vin­sæl­um stöðum í Par­ís nú í morg­un og marg­ar versl­an­ir eru lokaðar. Um 8.000 lög­reglu­menn eru á göt­um úti í kjöl­far mesta uppþots sem átt hef­ur sér stað í borg­inni í ára­tugi. Á landsvísu eru um 90 þúsund lög­reglu­menn að störf­um í dag.

Tólf bryn­v­arðir bíl­ar eru til taks í Par­ís.

Enn virðist allt með kyrr­um kjör­um í höfuðborg­inni að því er fram kem­ur í frétt BBC nú klukk­an 8.30. Franska AFP-frétta­stof­an seg­ir hins veg­ar að þegar hafi tæp­lega 300 manns verið hand­tekn­ir.

Mót­mæli „gulu vest­anna“ hóf­ust fyr­ir þrem­ur vik­um er fólk flykkt­ist út á göt­ur til að mót­mæla hækk­un­um á eldsneyt­is­skött­um. Rík­is­stjórn­in seg­ir mót­mæl­un­um hafa verið rænt af al­menn­ingi og nú séu það öfga­menn sem þeim stjórni.

Í síðustu viku voru hundruð manna hand­tek­in í mót­mæl­un­um í Par­ís. Hóp­ur fólks særðist. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert