Yfir 650 manns handteknir í París

AFP

Fjöldi þeirra sem franska lög­regl­an hef­ur hand­tekið í dag vegna enn einna mót­mæl­anna sem skipu­lögð eru af hópi sem nú er kallaður „gulu vest­in“ er gríðarleg­ur. Síðustu fregn­ir herma að um 650 manns hafi verið hand­tekn­ir frá því í morg­un.

Mót­mæl­end­ur hafa kveikt í bíl­um og öðru lausa­mun­um, brotið rúður og hagað sér á of­beld­is­full­an hátt í dag. Þeir kalla marg­ir eft­ir því að for­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, segi af sér.

„Veðrið er öm­ur­legt og rík­is­stjórn­in líka,“ byrjaði lít­ill hóp­ur mót­mæl­enda að hrópa þegar byrjaði að rigna í dag.

Um 8.000 lög­reglu­menn eru nú á göt­um Par­ís­ar vegna mesta uppþots sem hef­ur átt sér stað í borg­inni í lang­an tíma og þá eru tólf bryn­v­arðir notaðir í átök­un­um og það er í fyrsta skipti sem slíkt ger­ist í Par­ís.

For­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, Edou­ard Phil­ippe, hrósaði lög­reglu borg­ar­inn­ar í og full­vissaði al­menn­ing um að for­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, myndi tak­ast á við ástandið.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka