Yfir 650 manns handteknir í París

AFP

Fjöldi þeirra sem franska lögreglan hefur handtekið í dag vegna enn einna mótmælanna sem skipulögð eru af hópi sem nú er kallaður „gulu vestin“ er gríðarlegur. Síðustu fregnir herma að um 650 manns hafi verið handteknir frá því í morgun.

Mótmælendur hafa kveikt í bílum og öðru lausamunum, brotið rúður og hagað sér á ofbeldisfullan hátt í dag. Þeir kalla margir eftir því að forseti Frakklands, Emmanuel Macron, segi af sér.

„Veðrið er ömurlegt og ríkisstjórnin líka,“ byrjaði lítill hópur mótmælenda að hrópa þegar byrjaði að rigna í dag.

Um 8.000 lögreglumenn eru nú á götum Parísar vegna mesta uppþots sem hefur átt sér stað í borginni í langan tíma og þá eru tólf brynvarðir notaðir í átökunum og það er í fyrsta skipti sem slíkt gerist í París.

Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, hrósaði lögreglu borgarinnar í og fullvissaði almenning um að forseti Frakklands, Emmanuel Macron, myndi takast á við ástandið.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert