Lokafrestur til að semja er 1. mars

AFP

Aðal­samn­ingamaður Banda­ríkj­anna vegna viðskipta­deil­unn­ar við Kína seg­ir að 1. mars sé síðustu for­vöð til að kom­ast að niður­stöðu um samn­ing sem komið geti í veg fyr­ir frek­ara viðskipta­stríð milli land­anna.

„Hvað mig varðar þá lít ég á 1. mars sem loka­dag. Þegar ég tala við for­set­ann þá tal­ar hann ekki um að semja eft­ir 1. mars held­ur tal­ar hann um að ná sam­komu­lagi ef mögu­legt er á næstu 90 dög­um,“ sagði Robert Lig­ht­hizer aðalviðskipta­full­trúi í sam­tali við frétta­stöðina CBS í dag.

Þá sagði hann að hand­taka Meng Wanzhou, fjár­mála­stjóra Huawei og dótt­ur stofn­anda raf­tækja­fram­leiðand­ans, í Kan­ada í byrj­un des­em­ber muni ekki hafa áhrif á samn­ingaviðræðurn­ar. „Það er op­in­bert mál og teng­ist ekki því sem ég er að gera,“ bætti hann við.

Kín­versk stjórn­völd hafa kraf­ist þess að hún verði lát­in laus og segja hand­töku henn­ar vera brot á mann­rétt­ind­um. Ekki hef­ur verið greint frá ástæðum hand­tök­unn­ar og í yf­ir­lýs­ingu frá Huawei seg­ir að fyr­ir­tæk­inu sé „ekki kunn­ugt um að Meng hafi brotið af sér“. Því hef­ur verið haldið fram að hand­taka henn­ar teng­ist rann­sókn banda­rískra yf­ir­valda á meint­um brot­um Huawei á viðskipta­banni gegn Íran.

Hand­tak­an hef­ur orðið til þess að fjár­fest­ar hafa frek­ar haldið að sér hönd­um og staðan á fjár­mála­mörkuðum ber þess merki. Hún þykir koma á gríðarlega slæm­um tíma þar sem ein­ung­is sól­ar­hring­ur var liðinn frá því að Don­ald Trump til­kynnti að hann og for­seti Kína, Xi Jin­ping, hefðu fall­ist á að veita samn­inga­nefnd­um 90 daga til að leysa úr viðskipta­deil­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert