Mótmælin hamfarir fyrir hagkerfið

Margvísleg skemmdarverk voru unnin í París í gærkvöldi og nótt.
Margvísleg skemmdarverk voru unnin í París í gærkvöldi og nótt. AFP

Of­beldi sem teng­ist mót­mæl­um „gulu vest­anna“ í Frakklandi eru eins og ham­far­ir fyr­ir efna­hag lands­ins, seg­ir franski fjár­málaráðherr­ann Bruno Le Maire. „Þetta eru ham­far­ir fyr­ir viðskipti, þetta eru ham­far­ir fyr­ir hag­kerfið,“ sagði Le Maire í sam­tali við blaðamenn er hann heim­sótti versl­an­ir í Par­ís sem höfðu orðið fyr­ir barðinu á skemmd­ar­vörg­um úr hópi mót­mæl­enda. 

Yfir 1.700 manns voru hand­tekn­ir í mót­mæl­un­um í Par­ís í gær. Lög­regl­an var með gríðarleg­an viðbúnað í borg­inni sem og víðar um landið. Mót­mæl­in bein­ast að for­set­an­um Emm­anu­el Macron og stefnu hans. Um mestu mót­mæli sem orðið hafa í Frakklandi síðustu ára­tugi er að ræða.

Lög­regl­an beitti tára­gasi og gúmmí­kúl­um á mann­fjöld­ann í gær. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka