Macron reynir að stilla til friðar

Macron ætlar að bregðast við óánægju frönsku þjóðarinnar.
Macron ætlar að bregðast við óánægju frönsku þjóðarinnar. AFP

Frakk­lands­for­seti, Emm­anu­el Macron, mun ávarpa frönsku þjóðina á morg­un í því skyni að reyna að stilla til friðar í land­inu í kjöl­far mót­mæla­öldu sem kennd er við „gulu vest­in“. Reu­ters grein­ir frá.

Mikið hreins­un­ar­starf beið starfs­manna Par­ís­ar­borg­ar í morg­un eft­ir að mót­mæl­end­ur lentu í átök­um við óeirðalög­regl­una í gær­kvöldi og nótt. Mót­mæl­in bein­ast gegn Macron for­seta og aukn­um álög­um sem fólk tel­ur sig nú þurfa að bera. Um þúsund manns sem tóku þátt í mót­mæl­un­um voru hand­tekn­ir í gær. Lög­regl­an beitti bæði tára­gasi og gúmmí­kúl­um á mann­fjöld­ann.

Í til­kynn­ingu frá Élysée-höll kem­ur fram að ávarp for­set­ans myndi hefjast kl. 20:00 að staðar­tíma eða kl. 19:00 á ís­lensk­um tíma.

Macron mun í fyrra­málið funda með verka­lýðsfor­ingj­um, sam­tök­um launþega og emb­ætt­is­mönn­um til að leita lausna gegn mót­mæla­öld­un­um sem dynja á Frakklandi.

Fé­lags­málaráðherra Frakk­lands, Muriel Penicaud, sagði við sjón­varps­stöðina LCI að Macron myndi kynna „áþreif­an­leg­ar“ aðgerðir í ávarpi sínu og þær yrðu fram­kvæmd­ar án taf­ar. Hún tók þó fram að hækk­un lág­marks­launa yrði ekki ein af þeim aðgerðum.

„Hækk­un lág­marks­launa myndi út­rýma störf­um. Mörg minni fyr­ir­tæki hafa ekki efni á því og ættu á hættu að verða gjaldþrota,“ sagði Penicaud.

Talsmaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Benjam­in Gri­veaux, varaði við óraun­hæf­um vænt­ing­um. „Öll vanda­mál verða ekki leyst með því að veifa töfra­sprota,“ sagði hann.

Macron ávarpaði þjóðina síðast í sjón­varpi 27. nóv­em­ber sl. og við það til­efni úti­lokaði hann að yf­ir­völd myndu breyta stefnu sinni vegna aðgerða „of­beld­is­manna“. Síðan þá hafa yf­ir­völd hætt við að hækka eldsneyt­is­skatta til að mæta kröf­um mót­mæl­enda.

Sam­kvæmt yf­ir­völd­um í Frakklandi hafa 136.000 manns tekið þátt í mót­mæl­um und­an­farn­ar vik­ur víðs veg­ar um landið. Yfir 1.700 manns hafa verið hand­tekn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka