„Veðrið er ömurlegt og ríkisstjórnin líka“

00:00
00:00

Mikið hreins­un­ar­starf beið starfs­manna Par­ís­ar­borg­ar í morg­un eft­ir að mót­mæl­end­ur lentu í átök­um við óeirðalög­regl­una í gær­kvöldi og nótt. Mót­mæl­in bein­ast gegn Macron for­seta og aukn­um álög­um sem fólk tel­ur sig nú þurfa að bera. Um þúsund manns sem tóku þátt í mót­mæl­un­um voru hand­tekn­ir í gær. Lög­regl­an beitti bæði tára­gasi og gúmmí­kúl­um á mann­fjöld­ann.

Þúsund­ir lög­reglu­manna fylltu göt­ur borg­ar­inn­ar í gær og varð viðvera þeirra til þess að ekki brut­ust út jafn hörð átök og síðustu helgi.

Mót­mæl­end­ur voru þó sum­ir hverj­ir ekki til friðs. Þeir kveiktu í bíl­um og vega­hindr­un­um, brutu glugga og lentu í áflog­um hér og þar um miðborg­ina. Flest­ir eru þeir klædd­ir gulu ör­ygg­is­vest­un­um sem mót­mæl­in eru nú kennd við. 

„Macron, segðu af þér!“ hrópaði mann­fjöld­inn í miðborg­inni í gær. Er þess nú vænst að Macron tjái sig um málið á næstu dög­um en eft­ir því er nú beðið með eft­ir­vænt­ingu.

Mót­mæl­in voru langt í frá bund­in við Par­ís. Þau fóru einnig fram í Marseille, Bordeaux, Lyon og Tou­lou­se. Er þetta fjórða helg­in í röð sem mót­mæli á landsvísu fara fram. Eru mót­mæl­end­ur ósátt­ir við aukn­ar álög­ur sem sett­ar hafa verið á al­menn­ing en marg­ir eru einnig að mót­mæla veru Macrons á for­seta­stóli. 

Í Par­ís hafa mót­mæl­in verið hvað hörðust og þeim hafa fylgt skemmd­ar­verk og of­beldi. „Tug­ir versl­un­ar­eig­enda hafa orðið fórn­ar­lömb skemmd­ar­varga,“ seg­ir Anne Hi­dal­go, borg­ar­stjóri Par­ís­ar. „Enn og aft­ur, þetta er hræðilegt.“

Þykk­ur reykjar­mökk­ur steig til him­ins í gær þar sem mót­mæl­end­ur kveiktu í alls kon­ar hlut­um. Þá beitti lög­regl­an tára­gasi á mann­fjöld­ann. Brot­ist var inn í versl­an­ir og á veit­ingastaði. 

„Veðrið er öm­ur­legt og það er rík­is­stjórn­in líka,“ söngluðu mót­mæl­end­ur er rign­ing hófst. Rign­ing­in ágerðist eft­ir því sem leið á gær­kvöldið sem varð til þess að sundra hóp­um mót­mæl­enda. 

Of­beld­is- og skemmd­ar­verk voru fátíðari í gær en síðustu helgi en þá var kveikt í um 200 bíl­um og talað hef­ur verið um mestu óeirðir í borg­inni í nokkra ára­tugi.

Rík­is­stjórn­in seg­ist ekki hafa neitt umb­urðarlyndi fyr­ir skemmd­ar­vörg­um og of­beld­is­mönn­um. 

For­sæt­is­ráðherra Frakk­lands hét því í gær að Macron for­seti myndi hlusta á mót­mæl­end­ur og bregðast við umkvört­un­um þeirra. „Sam­talið er hafið,“ sagði ráðherr­ann, Edou­ard Phil­ippe.

Macron for­seti hef­ur þegar látið und­an ein­hverj­um af kröf­um mót­mæl­enda, þ.e. þeim sem bein­ast að því að bæta lífs­kjör fá­tæk­ustu hópa lands­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka