Lofar launahækkunum og skattaívilnunum

Mótmælendur í einkennisklæðnaði hlýða á Macron.
Mótmælendur í einkennisklæðnaði hlýða á Macron. AFP

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti lof­ar frönsku þjóðinni hækk­un lág­marks­launa og skattaí­viln­un­um í til­raun til þess að lægja mót­mæla­öld­una sem geisað hef­ur í land­inu und­an­farn­ar vik­ur. Þetta kom fram í sjón­varps­ávarpi for­set­ans nú í kvöld, en BBC grein­ir frá.

Mót­mæl­end­ur, sem klæðast gjarn­an gul­um vest­um, hafa valdið mikl­um usla í Par­ís og víðar í Frakklandi. Þeir mót­mæla meðal ann­ars hækk­un á eldsneyt­is­skött­um, en hundruð hafa verið hand­tek­in í tengsl­um við mót­mæl­in.

Macron lof­ar því að lág­marks­laun verði hækkuð um 100 evr­ur frá og með 2019 og að fallið verði frá áætl­un­um um aukna skatt­lagn­ingu á lægstu tekju­hópa í land­inu. Þá verða at­vinnu­veit­end­ur hvatt­ir til þess að greiða starfs­fólki sínu skatt­frjálsa bónusa í lok árs­ins.

For­set­inn sagði frönsku þjóðina ósátta við lífs­skil­yrði í Frakklandi og að hann ætti lík­lega sína sök á því, enda hafi fólki fund­ist eins og ekki hafi verið á það hlustað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka