„Rógburður“ að Rússar kyndi undir mótmælum

Mótmæli „gulu vestanna“ í nágrenni Le Mans í Frakklandi. Rússnesk …
Mótmæli „gulu vestanna“ í nágrenni Le Mans í Frakklandi. Rússnesk stjórnvöld neita því að þau eigi nokkurn þátt í því að kynda undir mótmælaöldunni. AFP

Rúss­nesk stjórn­völd neituðu í dag að eiga nokk­urn þátt í að kynda und­ir mót­mæla­öldu „gulu vest­anna“ svo­nefndu, en mik­il spenna hef­ur verið í Frakklandi und­an­farið vegna mót­mæl­anna. Greindi breska dag­blaðið Times frá því á laug­ar­dag að rúss­nesk­ir sam­fé­lags­miðlareikn­ing­ar hafi verið notaðir til að standa að her­ferð sem hvetja eigi til auk­ins óróa í Frakklandi.

Sagði Times hundruð sam­fé­lags­miðlareikn­inga með tengsl við Rúss­land hafa leit­ast við að „magna upp“ mót­mæl­in. Leituðust þeir m.a. við að birta mynd­ir sem sýndu mót­mæl­end­ur sem áttu að hafa slasast í mót­mæl­un­um, en raun­in var hins veg­ar sú að mynd­irn­ar höfðu verið tekn­ar á öðrum mót­mæl­um sam­kvæmt rann­sókn netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is.

AFP-frétta­stof­an seg­ir frönsk yf­ir­völd hafa hafið rann­sókn á full­yrðing­un­um, yf­ir­völd segja hins veg­ar of snemmt að tjá sig um þess­ar ásak­an­ir.

Dmi­try Peskov, talsmaður rúss­nesku stjórn­ar­inn­ar, sagði á fundi með frétta­mönn­um í dag að Rúss­ar litu svo á að „allt það sem ger­ist sé al­farið inn­an­rík­is­mál Frakk­lands“.

„Við höf­um ekki skipt okk­ur af, né held­ur áætl­um við að skipta okk­ur af inn­an­rík­is­mál­um neins lands, þar með talið Frakk­lands,“ sagði Peskov.

Frétt­ir ann­ars efn­is væru „ekk­ert nema róg­b­urður“.  

Banda­ríska dóms­málaráðuneytið hef­ur áður ásakað ill­ræmt rúss­neskt nettrölla­bú um af­skipti af þing­kosn­ing­un­um sem fram fóru í land­inu í nóv­em­ber sl., sem og af for­seta­kosn­ing­un­um 2016 þegar Don­ald Trump var kjör­inn for­seti.

Macron reyn­ir að stilla til friðar

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti átti að funda í morg­un með verka­lýðsfor­ingj­um, sam­tök­um launþega og emb­ætt­is­mönn­um til að leita lausna á mót­mæla­öld­unni. Þá mun Macron í kvöld ávarpa frönsku þjóðina til að reyna að stilla til friðar í land­inu. Mót­mæl­in bein­ast gegn Macron for­seta og aukn­um álög­um sem fólk tel­ur sig nú sæta.

Mikið hreins­un­ar­starf beið starfs­manna Par­ís­ar­borg­ar í gær­morg­un eft­ir að mót­mæl­end­ur lentu í átök­um við óeirðalög­regl­una á laug­ar­dags­kvöld. Um þúsund manns sem tóku þátt í mót­mæl­un­um voru hand­tekn­ir, en lög­regl­a beitti bæði tára­gasi og gúmmí­kúl­um á mann­fjöld­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka