Mótmælendur saka Macron um blekkingar

Gulu vestin lokuðu á umferð um A9-hraðbrautina eftir ræðu forsetans.
Gulu vestin lokuðu á umferð um A9-hraðbrautina eftir ræðu forsetans. AFP

Mót­mæl­end­ur, eða „gulu vest­in“ svo­nefndu gáfu lítið fyr­ir lof­orð Emm­anu­el Macrons Frakk­lands­for­seta í sjón­varps­ávarpi for­set­ans í gær­kvöldi. „Vit­leysa“, „láta­læti“, „blekk­ing­ar“ og „dropi í hafið“ voru meðal þeirra viðbragða sem AFP-frétta­veit­an fékk hjá mót­mæl­end­um eft­ir ræðu Macrons. Aðrir töldu viðleitni for­set­ans hins veg­ar lofs­verða.

Macron lof­aði í sjón­varps­ávarpi sínu til frönsku þjóðar­inn­ar í gær­kvöldi bæði hækk­un lág­marks­launa og skattaí­viln­un­um í til­raun til þess að lægja mót­mæla­öld­una.

Mót­mæl­end­ur, sem klæðast gjarn­an gul­um vest­um, hafa valdið mikl­um usla í Par­ís og víðar í Frakklandi. Þeir mót­mæla meðal ann­ars hækk­un á eldsneyt­is­skött­um, en hundruð hafa verið hand­tek­in í tengsl­um við mót­mæl­in.

Við hring­torg í bæn­um Le Bou­lou í Suður-Frakklandi hlýddu mót­mæl­end­ur á orð for­set­ans sem varpað var yfir mann­fjöld­ann í gegn­um hátal­ara áður en mót­mæl­in hóf­ust að nýju. „Við sjá­um að hann er ekki ein­læg­ur. Þetta eru allt blekk­ing­ar,“ sagði bif­véla­virk­inn Jean-Marc, sem var einn mót­mæl­end­anna.

„Þetta er bara sýn­ing fyr­ir fjöl­miðla. Smá­vægi­leg­ar aðgerðir. Þetta er næst­um ögr­un,“ sagði Thierry, hjólaviðgerðamaður sem klædd­ist fyrst gula vest­inu fyr­ir hálf­um mánuði. „Allt þetta leik­hús tek­ur ekki á al­var­leg­ustu vanda­mál­un­um,“ bætti hann við og tók því næst til við að loka á um­ferð á landa­mær­um Frakk­lands og Spán­ar.

Inn­an við klukku­tíma eft­ir ræðu Macrons var búið að loka full­kom­lega á um­ferð milli land­anna um A9-hraðbraut­ina.

Mótmælendur komu víða saman og hlýddu á ræðu forsetans.
Mót­mæl­end­ur komu víða sam­an og hlýddu á ræðu for­set­ans. AFP

Kem­ur þrem­ur vik­um of seint

„Ef Macron hefði flutt þessa ræðu fyr­ir þrem­ur vik­um, þá hefði það kannski róað fólk. En nú er það of seint,“ sagði Gaet­an, sem mót­mælti í Renn­es. „Hvað okk­ur varðar er þessi ræða bull.“

Macron lof­aði því að lág­marks­laun yrðu hækkuð um 100 evr­ur frá og með 2019 og að fallið verði frá áætl­un­um um aukna skatt­lagn­ingu á lægstu tekju­hópa í land­inu. Þá verða at­vinnu­veit­end­ur hvatt­ir til þess að greiða starfs­fólki sínu skatt­frjálsa bónusa í lok árs­ins.

For­set­inn sagði frönsku þjóðina ósátta við lífs­skil­yrði í Frakklandi og að hann ætti lík­lega sína sök á því, enda hafi fólki fund­ist eins og ekki hafi verið á það hlustað.

Til­lög­urn­ar ekki alslæm­ar

Ekki voru  all­ir á því að ræða Macrons væri bull og sögðu sum­ir mót­mæl­end­ur að for­set­inn sýndi ákveðin skiln­ing á vanda þeirra. „100 evra hækk­un­in er ekki alslæm,“ sagði Erw­an, talsmaður mót­mæl­enda í Renn­es.

Viðbót fyr­ir þá elli­líf­eyr­isþega sem fá inn­an við 2.000 evr­ur í líf­eyri væri líka af hinu góða, sem og til­lag­an um skatt­frjálsa bónusa í árs­lok.

„Það eru nokkr­ar góðar hug­mynd­ir þarna,“ sagði Clau­de Ram­bour sem mót­mæl­ir í Cala­is. „Þarna er viður­kenn­ing á ábyrgð sem kem­ur of seint, en við mun­um ekki hrækja á hana.“ Macron hefði samt átt að ganga lengra, bætti hann við og kvaðst ótt­ast að til­laga for­set­ans muni mynda klofn­ing meðal mót­mæl­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka