Hvetja mótmælendur til að halda að sér höndum

00:00
00:00

Franska rík­is­stjórn­in hvet­ur mót­mæl­end­ur (svo­nefnda gul­vestunga) til þess að stilla sig í mót­mæl­um um helg­ina vegna mik­ils álags á lög­reglu og her vegna hryðju­verka­árás­ar á jóla­markaði í Strass­borg í vik­unni.

Talsmaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Benjam­in Gri­veaux, seg­ir að enn sem komið er verði ekki lagt bann við mót­mæl­um um helg­ina en biður mót­mæl­end­ur um að taka til­lit til aðstæðna.

For­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, kynnti marg­vís­leg­ar aðgerðir á mánu­dag til þess að bæta kjör Frakka. Þar á meðal hækk­un lægstu launa og skatta­lækk­an­ir á þá sem eru á eft­ir­laun­um og bót­um úr al­manna­trygg­inga­kerf­inu. 

Gri­veaux seg­ir álagið hafa verið gríðarlegt á sér­sveit­ir lög­reglu und­an­farið en það sé að sjálf­sögðu ekki í hönd­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hætta við mót­mæla­fundi eður ei.

Í kjöl­far árás­ar­inn­ar í Strass­borg væri betra ef hægt væri að tryggja kaup­mönn­um að geta stundað viðskipti sín án þess að það sé í skugga mót­mæla. 

Mót­mæli fólks í gul­um vest­um hóf­ust 17. nóv­em­ber og í fyrstu sner­ust þau um fyr­ir­hugaðar skatta­hækk­an­ir á eldsneyti. Í kjöl­farið fylgdu óeirðir í helstu borg­um Frakk­lands sem voru verst­ar í höfuðborg­inni, Par­ís, þar sem kveikt var í bíl­um og mikl­ar skemmd­ir unn­ar á hús­næði fyr­ir­tækja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka