Mótmælendum fækkar í Frakklandi

Lögregla reynir dreifa hópi mótmælenda við Sigurbogann í París í …
Lögregla reynir dreifa hópi mótmælenda við Sigurbogann í París í dag. AFP

Hóp­ar svo nefndra gul­vestunga mót­mæltu á göt­um Frakk­lands í dag, fimmtu helg­ina í röð, og höfðu tugþúsund­ir lög­reglu­manna verið kallaðir út kæmi til átaka og óeirða eins og hef­ur gerst und­an­farn­ar helg­ar. Um­tals­vert færri hafa hins veg­ar tekið þátt í mót­mæl­un­um  þessa helg­ina.

Um há­degi í dag áætluðu yf­ir­völd að um 33.500 manns tækju þátt í mót­mæl­un­um og er það um helm­ingi færri en um síðustu helgi, sam­kvæmt töl­um franska inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

„Þetta eru tölu­verð von­brigði. Við bjugg­umst við að það yrðu fleiri,“ hef­ur AFP-frétta­veit­an eft­ir Franc­is Nicolas verka­manni í hópi mót­mæl­enda í borg­inni Lyon. „Hreyf­ing­in mun samt ekki hætta.“

Mótmælendur í Bordeaux í Frakklandi. Mun færri taka þátt í …
Mót­mæl­end­ur í Bordeaux í Frakklandi. Mun færri taka þátt í mót­mæl­un­um þessa helg­ina en und­an­farið. AFP

Ein­ung­is um nokk­ur hundruð manns í gul­um vest­um mót­mæltu fram­an við ráðhús borg­ar­inn­ar í dag og er það mun minni fjöldi en  þær 7.000-10.000 sem komu þar sam­an um síðustu helgi.

Í Par­ís voru lög­reglu­menn  í miðborg­inni skömmu eft­ir há­degi í dag nær fjór­um sinn­um fleiri en mót­mæl­end­ur. Seg­ir AFP um 2.200 hafa mót­mælt í borg­inni í dag, en síðustu helgi hafi mót­mæl­end­urn­ir verið um 10.000. Mik­il hluti miðborg­ar­inn­ar er þó enn lokaður fyr­ir bílaum­ferð.

Til átaka kom milli óeirðalögreglu o og mótmælendaí Bordeaux.
Til átaka kom milli óeirðalög­reglu o og mót­mæl­endaí Bordeaux. AFP

Lög­regla nýtti þó tára­gas í stöku til­fell­um til að dreifa mót­mæl­end­um, en í veru­lega minni mæli en um síðustu helgi.

Í fyrstu kom fólk sam­an til að mót­mæla hækk­un á eldsneyt­is­verði. Nú ná mót­mæl­in yfir ýmis önn­ur mál, m.a. um­bæt­ur í mennta­mál­um. Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti sem stend­ur nú frammi fyr­ir einni erfiðustu krísu sinni frá því hann tók við for­seta­embætt­inu hét frönsku þjóðinni í sjón­varps­ávarpi á mánu­dags­kvöld bæði hækk­un lág­marks­launa og skattaí­viln­un­um í til­raun til þess að lægja mót­mæla­öld­una.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka