Mótmælendum fækkar í Frakklandi

Lögregla reynir dreifa hópi mótmælenda við Sigurbogann í París í …
Lögregla reynir dreifa hópi mótmælenda við Sigurbogann í París í dag. AFP

Hópar svo nefndra gulvestunga mótmæltu á götum Frakklands í dag, fimmtu helgina í röð, og höfðu tugþúsundir lögreglumanna verið kallaðir út kæmi til átaka og óeirða eins og hef­ur gerst undanfarnar helgar. Umtalsvert færri hafa hins vegar tekið þátt í mótmælunum  þessa helgina.

Um hádegi í dag áætluðu yfirvöld að um 33.500 manns tækju þátt í mótmælunum og er það um helmingi færri en um síðustu helgi, samkvæmt tölum franska innanríkisráðuneytisins.

„Þetta eru töluverð vonbrigði. Við bjuggumst við að það yrðu fleiri,“ hefur AFP-fréttaveitan eftir Francis Nicolas verkamanni í hópi mótmælenda í borginni Lyon. „Hreyfingin mun samt ekki hætta.“

Mótmælendur í Bordeaux í Frakklandi. Mun færri taka þátt í …
Mótmælendur í Bordeaux í Frakklandi. Mun færri taka þátt í mótmælunum þessa helgina en undanfarið. AFP

Einungis um nokkur hundruð manns í gulum vestum mótmæltu framan við ráðhús borgarinnar í dag og er það mun minni fjöldi en  þær 7.000-10.000 sem komu þar saman um síðustu helgi.

Í París voru lögreglumenn  í miðborginni skömmu eftir hádegi í dag nær fjórum sinnum fleiri en mótmælendur. Segir AFP um 2.200 hafa mótmælt í borginni í dag, en síðustu helgi hafi mótmælendurnir verið um 10.000. Mikil hluti miðborgarinnar er þó enn lokaður fyrir bílaumferð.

Til átaka kom milli óeirðalögreglu o og mótmælendaí Bordeaux.
Til átaka kom milli óeirðalögreglu o og mótmælendaí Bordeaux. AFP

Lögregla nýtti þó táragas í stöku tilfellum til að dreifa mótmælendum, en í verulega minni mæli en um síðustu helgi.

Í fyrstu kom fólk sam­an til að mót­mæla hækk­un á eldsneytis­verði. Nú ná mót­mæl­in yfir ýmis önn­ur mál, m.a. um­bæt­ur í mennta­mál­um. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem stendur nú frammi fyrir einni erfiðustu krísu sinni frá því hann tók við forsetaembættinu hét frönsku þjóðinni í sjónvarpsávarpi á mánudagskvöld bæði hækk­un lág­marks­launa og skattaí­viln­un­um í til­raun til þess að lægja mót­mæla­öld­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert