Jarðskjálfti að stærð 6,1 reið yfir héraðið Papúa í austurhluta Indónesíu á tíunda tímanum í morgun að íslenskum tíma. Skjálftinn varð um 158 kílómetra suðvestur af höfuðborg héraðsins Jayapura og voru upptök hans á 61 kílómetra dýpi.
Engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út vegna skjálftans og engar upplýsingar hafa borist um mannföll.
Í september reið annar stór skjálfti yfir landið, en sá var 7,5 að stærð og var við borgina Palu á Sulawesi-eyju. Kom flóðbylgja í kjölfarið og létust 2.200 manns.