Pútín rokselst í Japan

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er vinsælt myndefni og brot af því …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti er vinsælt myndefni og brot af því besta má finna á dagatali fyrir árið 2019. Ljósmynd/Twitter

Pútín að baða sig í ísköldu vatni Seliger, í íshokkí, að rífa í lóðin eða að knúsa hund. Allt þetta og meira til má sjá Vladimír Pútín Rússlandsforseta gera í dagatali fyrir árið 2019 sem rokselst þessa dagana í Japan. 

Dagatalið er selt í japönsku verslunarkeðjunni LOFT og er framleitt með leyfi frá rússneskum stjórnvöldum. Þetta er þriðja árið í röð sem Pútín-dagatalið er framleitt og nýtur það sífellt aukinna vinsælda. 

Fleiri frægðarmenni prýða dagatöl sem seld eru í LOFT en Pútín trónir á toppnum. Næstmest selda dagatalið er með myndum af japanska leikaranum Kei Tanka og í þriðja sæti er dagatal með Yuzuru Hanyu, ríkjandi Ólympíumeistara í listdansi á skautum í karlaflokki. 

Hvort vinsældir Pútín-dagatalsins megi rekja til einlægs áhuga eða hvort dagatalið sé keypt í ákveðnum gríntilgangi skal ósagt látið, en dagatalið rýkur engu að síður út. 

Vinsælasta dagatalið fyrir næsta ár í Japan hefur að geyma …
Vinsælasta dagatalið fyrir næsta ár í Japan hefur að geyma 12 mismunandi myndir af forseta Rússlands, eðlilega. Ljósmynd/Twitter

Frétt The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka