Atkvæðagreiðslu frestað fram í janúar

Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén.
Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén. AFP

Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, segir að þingheimur muni ganga til atkvæðagreiðslu að nýju um næsta forsætisráðherra landsins, þá þriðju frá Svíar gengu að kjörborðinu í september, en það verði ekki gert fyrr en á næsta ári.

Atkvæðagreiðslan mun fara fram 16. janúar en í tvígang hafa þingmenn á sænska þinginu hafnað tilnefningu Norlén. Ulf Kristers­son, for­manni hægri­flokks­ins Modera­terna, var hafnað 14. nóvember og Stefan Löfven var hafnað 14. desember.

Ef ekki tekst að velja nýjan forsætisráðherra þá verður jafnvel kosið í fjórða skiptið, einnig í janúar. Ef sú tilraun tekst ekki telur Norlén líklegt að kosið verði að nýju í apríl. 

Á vef sænska ríkissjónvarpsins er haft eftir honum að hann sjái ekki tilgang með því að kalla þingið saman núna til þess að greiða atkvæði um val á forsætisráðherra. Bæði Löfven og Kristersson fá núna tíma til þess að reyna að mynda nýja ríkisstjórn og Norlén ætlar að ræða við þá í síma 28. desember og 4. janúar um gang viðræðna. Lokafrestur þeirra er 10. janúar.

Frétt SVT 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert