Auknar líkur á að morðin tengist hryðjuverkum

Samsett mynd marokkósku lögreglunnar af þremur þeirra sem grunaðir eru …
Samsett mynd marokkósku lögreglunnar af þremur þeirra sem grunaðir eru um morðin á þeim Louisu Vestera­ger Jes­per­sen og Mar­en Ue­land. AFP

Yfirvöld í Marokkó hafa handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um morðin á skandinavísku vinkonunum Louisu Vestera­ger Jes­per­sen og Mar­en Ue­land, áður hafði lögregla greint frá því að morðin séu mögu­lega tengd starf­semi hryðju­verka­hópa.

AFP-fréttaveitan hefur eftir heimildamanni að mennirnir hafi verið handteknir í Marrakesh. Áður hafði lögregla handtekið einn mann vegna gruns um morðin og er hann sagður vera liðsmaður öfgasamtaka af einhverju tagi.

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir fleira benda nú til …
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir fleira benda nú til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. AFP

Reuters-fréttaveitan hefur eftir Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, nú  í morgun að fleira bendi nú í þá átt að morðin ættu sér pólitískar rætur og að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Norski fjöl­miðill­inn Ver­d­ens Gang full­yrti í gær að all­ir fjór­ir menn­irn­ir séu fylg­is­menn hryðju­verka­sam­tak­anna Ríkis íslams og að þeirra þriggja sem þá voru enn á flótta væri leitað með þyrlu í útjaðri borg­ar­inn­ar Marra­kesh. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert