Níu til viðbótar handteknir

Líkum kvennanna var flogið til heimalanda þeirra í dag.
Líkum kvennanna var flogið til heimalanda þeirra í dag. AFP

Níu til viðbótar, við þá fjóra sem eru í varðhaldi vegna morðsins á skandinavískum vinkonum sem fundust látnar í Marokkó á mánudag, hafa verið handteknir. 

Yfirvöld í Marokkó greina frá handtökunni. Alls hafa því 13 menn verið hrepptir í varðhald í tengslum við morðin á Mar­en Ue­land og Louisa Vestera­ger Jes­per­sen. 

Lík þeirra fundust  á vin­sælu úti­vist­ar­svæði í Atlas-fjöll­um í Mar­okkó á mánu­dag. Fjöldi áverka eft­ir eggvopn fannst á lík­un­um og er málið rannsakað sem hryðjuverk.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Marokkó eru mennirnir níu handteknir vegna hugsanlegrar aðildar að málinu.

Líkum kvennanna var flogið til heimalanda þeirra, Danmerkur og Noregs, í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert