Hátt í 300 látnir á Indónesíu

Íbúar sem búa við strandlengjuna nærri eldfjallinu Anak Krakatau á Indónesíu hafa verið hvattir til að halda sig fjarri ströndinni því yfirvöld óttast að ókyrrð í eldfjallinu geti leitt af sér aðra flóðbylgju. 

Gríðarleg eyðilegging varð þegar hamfarirnar dundu yfir.
Gríðarleg eyðilegging varð þegar hamfarirnar dundu yfir. AFP

Háar flóðbylgjur skullu á strandbæi við eyjarnar Jövu og Súmötru á laugardag með þeim afleiðingum að minnst 281 lést og yfir 1.000 slösuðust. Þetta kemur fram á vef BBC.

Talið er að eldsumbrot í Anak Krakatau hafi leitt til jarðvegshruns neðansjávar með þeim afleiðingum að flóðbylgjur skullu á landi. 

AFP

Eldgos hófst á ný í Anak Krakatau í gær, en fjallið spúir bæði ösku og reyk.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert