„Ég er hræddur við hafið“

Eyðileggingin eftir flóðbylgjuna blasir við.
Eyðileggingin eftir flóðbylgjuna blasir við. AFP

Hermenn hafa haldið áfram leitinni að eftirlifendum eftir flóðbylgjur sem urðu í sund­inu á milli indó­nes­ísku eyj­anna Jövu og Súmötru á laug­ar­dag­inn. Heimamenn búa sig undir að byggja svæðið aftur upp í kjölfar eyðileggingarinnar.

Stjórnvöld í Indónesíu hafa staðfest að 429 manns eru látnir eftir náttúruhamfarirnar.

„Ég sá ekki öldurnar, ég heyrði bara hljóð. Fólk hljóp og vatnið elti mig. Ég hljóp bara eins hratt og ég gat,“ sagði Kusnadi en hann var einn þeirra sem komst lífs af. 

„Ég kom aftur morguninn eftir og sá tvö lík á ströndinni. Þau voru bólgin, eins og þau hefðu gleypt of mikið vatn. Ég er hræddur við hafið, jafnvel þótt það sé rólegt. Ég hef ekki enn þorað að fara aftur í húsið mitt vegna þess að það er við ströndina,“ sagði Kusnadi.

Fjöldi fólks slasaðist.
Fjöldi fólks slasaðist. AFP

Björg­un­ar­menn fín­kemba nú þau svæði sem hvað verst urðu fyr­ir ham­förun­um, meðal ann­ars með aðstoð dróna, en rign­inga­veður ger­ir björg­un­ar­störf erfiðari. Munu þeir halda leit­ar­störf­um áfram næstu daga, en sam­kvæmt lög­um ber björg­un­ar­sveitar­fólki skylda til að leita að týnd­um ein­stak­ling­um í sjö daga.

Enn er 154 enn saknað en meira en 1.500 eru slasaðir. Íbúar hafa verið varaðir við því að fleiri flóðbylgjur gætu myndast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert