Skriða úr eldfjallinu olli flóðbylgjunni

Eldgos hefur verið í gangi síðan í júní úr eldfjallinu …
Eldgos hefur verið í gangi síðan í júní úr eldfjallinu Anak Krakatá. 64 hektara skriða rann úr fjallinu ofan í sjóinn sem orsakaði flóðbylgjuna. AFP

Staðfest hefur verið að 429 hafi látist í flóðbylgjum sem urðu í sundinu á milli indónesísku eyjanna Jövu og Súmötru á laugardaginn. Enn er 154 manns saknað og fara líkur á að fleiri finnist á lífi þverandi.

Rekstrarstjóri Tanjung Lesung hótelsins, þar sem hljómsveitin Seventeen spilaði þegar flóðbylgjan skall á ströndinni, staðfesti að þar hefðu 106 manns látist.

Björgunarmenn fínkemba nú þau svæði sem hvað verstu urðu fyrir hamförunum, meðal annars með aðstoð dróna, en rigningaveður gerir björgunarstörf erfiðari. Munu þeir halda leitarstörfum áfram næstu daga, en samkvæmt lögum ber björgunarsveitarfólki skylda til að leita að týndum einstaklingum í sjö daga.

Staðfest er að 429 séu látnir eftir flóðbylgjuna.
Staðfest er að 429 séu látnir eftir flóðbylgjuna. AFP

Yfirvöld í Indónesíu hafa staðfest að 1.485 manns hafi slasast í hamförunum auk þess sem 882 heimili, 73 hótel  og meira en 430 bátar skemmdust. 

Jarðfræðingar Í Indónesíu hafa nú staðfest að stór hluti úr eldfjallinu Anak Krakatá hafi fallið saman og runnið út í sjóinn sem hafi svo orsakað flóðbylgjuna. Gervihnattamyndir sýna að 64 hektara svæði í suðvesturhlið fjallsins rann út í sjóinn. Þar sem upptök flóðbylgjunnar voru ekki jarðskjálfti var engin viðvörun gefin út.

Flóðbylgjan olli bæði miklu manntjóni sem og eignatjóni.
Flóðbylgjan olli bæði miklu manntjóni sem og eignatjóni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert