Indónesíska eldfjallið Anak Krakatau hefur misst meira en tvo þriðju hluta af hæð sinni eftir eldsumbrotin þar.
Rúmlega 400 manns létust síðastliðinn laugardag eftir að fimm metra há flóðbylgja varð í sundinu á milli indónesísku eyjanna Jövu og Súmötru eftir að skriða féll úr eldfjallinu.
Anak Krakatau var áður 338 metra hátt en er núna aðeins um 110 metra hátt.