Hefur misst tvo þriðju af hæðinni

Anak Krakatau á fimmtudaginn.
Anak Krakatau á fimmtudaginn. AFP

Indónesíska eldfjallið Anak Krakatau hefur misst meira en tvo þriðju hluta af hæð sinni eftir eldsumbrotin þar.

Rúmlega 400 manns létust síðastliðinn laugardag eftir að fimm metra há flóðbylgja varð í sundinu á milli indónesísku eyjanna Jövu og Súmötru eftir að skriða féll úr eldfjallinu.

Anak Krakatau var áður 338 metra hátt en er núna aðeins um 110 metra hátt.

Þessi gervihnattarmynd sýnir breytinguna sem hefur orðið á fjallinu.
Þessi gervihnattarmynd sýnir breytinguna sem hefur orðið á fjallinu. AFP
Þessi mynd var tekin á Þorláksmessu.
Þessi mynd var tekin á Þorláksmessu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert