„Sprelllifandi eldfjall“

Gosið í Anak-Krakatau hefur tekið að minnka.
Gosið í Anak-Krakatau hefur tekið að minnka. AFP

„Núna eru hlut­irn­ir að ró­ast aðeins. Gosið hef­ur minnkað eft­ir að það gaf í áður en gíg­ur­inn féll sam­an. Þess vegna skreið það í sjó fram og olli þess­ari flóðbylgju,“ seg­ir Ármann Hösk­ulds­son eld­fjalla­fræðing­ur um Anak-Kraka­tú eld­fjallið í Indó­nes­íu. Um 430 manns lét­ust þegar flóðbylgja skall á eyj­un­um Jövu og Súmötru í kjöl­far elds­um­brota í fjall­inu.

„Núna erum við að fá al­vörura­dar­mynd­ir eft­ir að ask­an hætti að trufla okk­ur til að sjá hvað hef­ur gerst. Við sjá­um það að gíg­ur­inn hef­ur fallið sam­an og hrunið út í sjó og það var það sem skapaði þessa flóðbylgju sem var svona af­drifa­rík,“ seg­ir Ármann.

Áhrif­in tíma­bund­in

Radarmyndir sýna sláandi mun á Anak Krakatau eftir að aðalgígur …
Radar­mynd­ir sýna slá­andi mun á Anak Krakatau eft­ir að aðal­g­íg­ur eyj­unn­ar féll í sjó fram. Radar­mynd/​ESA copernicus

Ármann seg­ir að í augna­blik­inu sé að draga úr gos­inu, en fjallið hef­ur misst um tvo þriðju hluta af um­fangi sínu og hæð á síðustu dög­um.

„Þetta hef­ur eng­in áhrif á eld­fjallið sjálft og eld­virkn­ina, það stjórn­ast af miklu dýpri rót­um. Það næsta sem ger­ist er að fjallið fer núna að byggja sig aft­ur upp, upp fyr­ir sjáv­ar­mál. Það tek­ur ein­hvern tíma. Þetta er ekk­ert var­an­legt, þetta er sprelllif­andi eld­fjall.“

Virkn­in í Anak-Kraka­tú eld­fjall­inu hef­ur verið nokkuð mik­il í des­em­ber­mánuði, en fjallið hef­ur þó verið að gjósa með hlé­um bróðurpart árs­ins.

40.000 fór­ust árið 1883

Aðspurður seg­ir Ármann þetta ekki vera í fyrsta skiptið sem Kraka­tú fell­ur sam­an og veld­ur flóðbylgju. Af­leiðing­arn­ar hafi þó verið mikið verri þá.

„Það var árið 1883 og þá var þetta miklu stærra eld­fjall. Það sprakk þá í tætl­ur og í kjöl­farið varð risa­flóðbylgja á þessu svæði í Sunda­sundi sem drap um 40.000 manns.

„Þetta er miklu um­fangs­minna. Það var bara óheppni að það var stór­streymt og aðstæður voru vond­ar, það var hæsta mögu­lega sjáv­ar­staða og strend­urn­ar eru lág­ar og svo kem­ur þarna 2 eða 3 metra há flóðbylgja og hún nær svona langt inn í land.“

Virknin í fjallinu hefur verið gríðarleg síðustu daga. Myndin er …
Virkn­in í fjall­inu hef­ur verið gríðarleg síðustu daga. Mynd­in er tek­in 23. des­em­ber, dag­inn eft­ir að flóðbylgj­an skall á Súmötru og Jövu. AFP

Ármann seg­ir virkni Kraka­tú alls ekki óeðli­lega fyr­ir þess­ar slóðir.

„Þetta kall­ast sam­gengi. Ind­lands­haf er að ganga þarna niður og inn í jörðina aft­ur og þá mynd­ast svona eld­fjöll. Anak-Kraka­tú er bara eitt svona eld­fjalla nema það er í sjón­um en ekki á landi. Það er mjög mik­il eld­virkni í Indó­nes­íu. Þar eru þúsund­ir eld­fjalla og alltaf eitt­hvað í gangi.“

Ekki hætta á ann­arri flóðbylgju strax

Ármann tel­ur það ólík­legt að Kraka­tú verði til mik­illa vand­ræða í nán­ustu framtíð.

„Það er þó mjög erfitt að segja til um það. Ég myndi halda að næsta skref sé bara að fjallið byggi sig upp aft­ur. Þegar það er búið að byggja sig upp ein­hverja hundrað metra þá erum við bara aft­ur kom­in í sömu aðstæður. En það gæti tekið nokk­ur ár.

Það sem gerðist fyr­ir flóðbylgj­una á laug­ar­dag­inn var að virki gíg­ur­inn hrundi og fór út í sjó, svipað og gerðist við Öskju árið 2014 þegar við feng­um skriðu í Öskju­vatn. Það er núna kom­inn smá vog­ur við fjallið. Gíg­ur­inn fór all­ur út í sjó og er núna í vog­in­um og þarf að byggja sig upp aft­ur áður en það verður ein­hver meiri hátt­ar hætta á að það verði önn­ur flóðbylgja af þess­ari stærðargráðu.“

Hér að neðan má sjá mynd­skeið frá Gura­di­an af virkni eld­fjalls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert