Meirihluti hraðamyndavéla ónýtur

Í Frakklandi telja hraðamyndavélar 3.200 stykki.
Í Frakklandi telja hraðamyndavélar 3.200 stykki. AFP

Mótmælendur í gulum vestum í Frakklandi hafa eyðilagt næstum 60% allra hraðamyndavéla í landinu samkvæmt innanríkisráðherra Frakklands, sem segir skemmdarverkin ógn við umferðaröryggi og stefni lífi fólks í hættu.

Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Cristophe Castaner í dag.

Mótmælin, sem kennd eru við gul vesti, hófust vegna óánægju landsmanna vegna fyrirætlaðrar hækkunar á eldsneytisskatti og fjöldi mótmælenda telur hraðamyndavélar vera enn aðra leið fyrir ríkið til að skattleggja fátæka Frakka, að því er fram kemur í umfjöllun BBC.

Í Frakklandi telja hraðamyndavélar 3.200 stykki og umfang skemmda á þeim hafði ekki verið tilkynnt fyrr en í dag, en yfir helmingur þeirra hefur orðið fyrir skemmdum af höndum mótmælenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert