Meirihluti hraðamyndavéla ónýtur

Í Frakklandi telja hraðamyndavélar 3.200 stykki.
Í Frakklandi telja hraðamyndavélar 3.200 stykki. AFP

Mót­mæl­end­ur í gul­um vest­um í Frakklandi hafa eyðilagt næst­um 60% allra hraðamynda­véla í land­inu sam­kvæmt inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, sem seg­ir skemmd­ar­verk­in ógn við um­ferðarör­yggi og stefni lífi fólks í hættu.

Þetta kom fram í yf­ir­lýs­ingu frá Cristophe Castaner í dag.

Mót­mæl­in, sem kennd eru við gul vesti, hóf­ust vegna óánægju lands­manna vegna fyr­ir­ætlaðrar hækk­un­ar á eldsneyt­is­skatti og fjöldi mót­mæl­enda tel­ur hraðamynda­vél­ar vera enn aðra leið fyr­ir ríkið til að skatt­leggja fá­tæka Frakka, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un BBC.

Í Frakklandi telja hraðamynda­vél­ar 3.200 stykki og um­fang skemmda á þeim hafði ekki verið til­kynnt fyrr en í dag, en yfir helm­ing­ur þeirra hef­ur orðið fyr­ir skemmd­um af hönd­um mót­mæl­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka