Ríkisstjórnarmyndun aftur á byrjunarreit

Jonas Sjöstedt, formaður Vinstriflokksins, umkringdur blaðamönnum í morgun.
Jonas Sjöstedt, formaður Vinstriflokksins, umkringdur blaðamönnum í morgun. AFP

Þing­menn Vinstri­flokks­ins munu ekki greiða at­kvæði með því að Stef­an Löf­ven, leiðtogi jafnaðarmanna, verði áfram for­sæt­is­ráðherra á þing­fundi á miðviku­dag ef staðan verður óbreytt frá því sem nú er. Þetta kom fram í máli for­manns Vinstri­flokks­ins, Jon­as Sjöstedt, á blaðamanna­fundi áðan. 

Líkt og fram kom á mbl.is í morg­un hafa bæði Mið- og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn samþykkt að verja minni­hluta­stjórn Jafnaðarmanna­flokks­ins og Græn­ingja falli en til þess að fá meiri­hluta at­kvæða í þing­inu þarf stuðning Vinstri­flokks­ins. 

Sjöstedt sagði á fundi með blaðamönn­um að flokk­ur­inn geti ekki greitt Löf­ven at­kvæði á miðviku­dag miðað við stöðu mála nú þar sem flokk­ur­inn fái ekk­ert í sinn snúð fyr­ir að verja rík­is­stjórn­ina falli. Stefn­an sem Löf­ven boði sé of hægri­sinnuð fyr­ir smekk flokks­manna. 

Frétt SVT af blaðamanna­fund­in­um

Stjöstedt seg­ir að það komi þeim á óvart og um leið valdi það von­brigðum hversu langt Löf­ven er til­bú­inn að fara til hægri. Hann seg­ir að Vinstri­flokk­ur­inn vilji Löf­ven áfram sem for­sæt­is­ráðherra en nauðsyn­legt sé fyr­ir flokk­ana tvo að fara í frek­ari viðræður varðandi út­færsl­una. Næstu dag­ar verði nýtt­ir til þess og hann ef­ist ekki um að Löf­ven sé þeim sam­mála þar um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert