Löfven verði áfram forsætisráðherra

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mun væntanlega gegna forsætisráðherraembættinu áfram.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mun væntanlega gegna forsætisráðherraembættinu áfram. AFP

Ný stjórn virðist nú vera í burðarliðnum í Svíþjóð eftir fjögurra mánaða stjórnarmyndunarviðræður. Frá þessu greina sænskir fjölmiðla.

Útnefnir forseti sænska þingsins Stefan Löfven í embætti forsætisráðherra klukkan tvö í dag, eitt að íslenskum tima og felur honum þar með umboð til stjórnarmyndunar. 

Formaður Vinstriflokksins tilkynnti í morgun að flokkur hans muni ekki greiða atkvæði gegn því að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra, verði valinn til að gegna forsætisráðherraembættinu áfram.

„Okkar markmið er að Stefan Löfven verði kjörinn forsætisráðherra á föstudag og verði þá áfram í forystu fyrir ríkisstjórnina,“ sagði Jonas Sjöstedt  formaður Vinstriflokksins og kvað Vinstriflokkinn með því tryggja sér pólitísk áhrif að því er danska ríkisútvarpið DR greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert