Löfven verður forsætisráðherra

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Stef­an Löf­ven, formaður Jafnaðarmanna­flokks­ins, verður áfram for­sæt­is­ráðherra. Fjór­ir mánuðir eru frá því sænska þjóðin gekk að kjör­borðinu en greidd voru at­kvæði um Löf­ven á sænska þing­inu í morg­un og var til­lag­an samþykkt.

At­kvæðagreiðslan hófst klukk­an níu að sænsk­um tíma og gerðu ýms­ir þing­menn grein fyr­ir at­kvæði sínu. Jafnaðar­menn og Græn­ingj­ar mynda nýja rík­is­stjórn líkt og þeir gerðu áður en sjald­an ef nokk­urn tím­ann hef­ur rík­is­stjórn verið mynduð með jafn lít­inn stuðning á bak við sig síðustu sjö­tíu árin í Svíþjóð. Flokk­arn­ir tveir eru með 32,7% at­kvæða á bak við sig.

Miðflokk­ur­inn og frjáls­lynd­ir hafa heitið rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu stuðningi sem þýðir að þeir eru með 167 þing­sæti af 349 á bak við sig. En til þess að tryggja meiri­hluta þarf 175 þing­menn. 

Vinstri­flokk­ur­inn, sem studdi minni­hluta­stjórn sömu flokka frá ár­inu 2014, hef­ur ákveðið að verja stjórn­ina falli en flokk­ur­inn er með 28 þing­menn á bak við sig þannig að búið er að tryggja að ný rík­is­stjórn er með meiri­hluta. 

Hér er hægt að fylgj­ast með at­kvæðagreiðslunni

All­ir þing­menn jafnaðarmanna og Græn­ingja greiddu at­kvæði með Löf­ven, alls 115 þing­menn en þing­menn Mið-, Frjáls­lynda og Vinstri­flokks­ins sátu hjá. Þing­menn Moderna, Kristi­legra demó­krata og Svíþjóðardemó­krata greiddu at­kvæði gegn til­lögu Andreas Nor­lén, for­seta þings­ins, um að Löf­ven verði áfram for­sæt­is­ráðherra. 

At­kvæðagreiðslan í dag er sú þriðja um embætti for­sæt­is­ráðherra frá því Sví­ar gengu að kjör­borðinu fyr­ir 131 degi. Aldrei áður hef­ur gengið jafn illa að mynda starfs­hæfa rík­is­stjórn í Svíþjóð og nú. Banda­lag mið- og vinstri­flokk­anna (Jafnaðarmanna­flokk­ur­inn, Græn­ingj­ar og Vinstri­flokk­ur­inn) fékk 144 þing­sæti í kosn­ing­un­um. Banda­lag miðju og hægri fékk 143 þing­menn (Moderna, Frjáls­lynd­ir, Miðflokk­ur­inn og Kristi­leg­ir demó­krat­ar) og þjóðern­is­flokk­ur­inn, Svíþjóðardemó­krat­ar, fékk 62 þing­sæti. Þannig að hvor­ugt banda­lag gat myndað rík­is­stjórn án stuðnings annarra flokka.

Eft­ir að Löf­ven var hafnað í at­kvæðagreiðslu um for­sæt­is­ráðherra reyndu Moderna og Kristi­leg­ir demó­krat­ar að mynda nýja rík­is­stjórn án ár­ang­urs en ekki var vilji fyr­ir því að fá Svíþjóðardemó­krata að stjórn­inni.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert