Gulvestungar mótmæltu 10. helgina í röð

Til átaka kom milli mótmælenda og öryggissveitamanna í Angers í …
Til átaka kom milli mótmælenda og öryggissveitamanna í Angers í vesturhluta Frakklands þegar gulvestunfar mótmæltu tíundu helgina í röð. AFP

Tíndu helg­ina í röð fóru þúsund­ir manna íklædd­ir gul­um vest­um á göt­ur franskra borga til þess að mót­mæla háu eldsneytisverði og efna­hagsaðgerðum Emm­anu­el Macron, for­seta Frakk­lands.

Mótmælin komu Macron að óvörum þegar þau hófust fyrir tæpum þremur mánuðum og hefur hann ferðast vítt og breitt um landið síðustu viku og rætt við borgarstjóra ýmissa borga sem eru óánægðir með ástandið, en mótmælin hafa breiðst hratt út um allt land.

Búist var við að allt af 80.000 manns myndi fjölmenna á mótmælin sem fóru fram í borgum víða um land en svo virðist sem þreyta sé farin að gera vart við sig þar sem talið er að um 27.000 manns hafi komið saman í dag vegna mótmælanna, um 5.000 færri en um síðustu helgi, þegar þeim fjölgaði þó aftur eftir að hafa farið fækkandi nokkrar helgar í röð.

Þar sem búist var við miklum fjölda voru um 80.000 öryggissveitarmenn á vakt, þar af um fimm þúsund í París. „Lögreglan alls staðar, réttlæti hvergi,“ hrópuðu mótmælendur í Toulouse.

Mótmælin fóru að mestu leyti friðsamlega fram í dag en þó kom til átaka á stöku stað og þurfti lögregla að beita táragasi á hluta mótmælenda, meðal annars í París.

Macron hefur brugðist við mótmælunum með því að boða til málfundaraðar sem hefst í vikunni. Forsetinn mun ferðast víða um Frakkland næstu tvo mánuði og ræða við íbúa og stjórnmálamenn um ástandið, allt frá sköttum til opinberrar þjónustu.

Fjölmennustu mótmælin voru í París líkt og síðustu helgar.
Fjölmennustu mótmælin voru í París líkt og síðustu helgar. AFP
„Macron líttu á Rolex-úrið þitt, það er kominn tími á …
„Macron líttu á Rolex-úrið þitt, það er kominn tími á byltingu,“ segir á fána mótmælanda sem gekk um götur Marseille í dag. AFP
Frá mótmælum gulvestunga í Marseille í dag.
Frá mótmælum gulvestunga í Marseille í dag. AFP
Kveikt var í ruslatunnum í Lyon í tengslum við mótmælin.
Kveikt var í ruslatunnum í Lyon í tengslum við mótmælin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka