Tíu þúsund mótmæltu ofbeldi

Yfir tíu þúsund manns mótmæltu í París í dag ofbeldi gulvestunga í þeim mótmælum sem hafa átt sér stað í landinu.

Um fjögur þúsund gulvestungar mótmæltu í höfuðborginni í gær háu eldsneytis­verði og efna­hagsaðgerðum Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seta.

Í mótmælunum í dag klæddist fólk rauðum treflum og gekk frá torginu Place de la Nation að Bastille-minnisvarðanum. Sumir hrópuðu: „Já við lýðræði, nei við byltingu“ er þeir veifuðu fánum Evrópusambandsins.

Macron hefur rætt við borg­ar­stjóra ým­issa borga sem eru óánægðir með ástandið, en mót­mæl­in hafa breiðst hratt út um allt land.

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka