Yfir tíu þúsund manns mótmæltu í París í dag ofbeldi gulvestunga í þeim mótmælum sem hafa átt sér stað í landinu.
Um fjögur þúsund gulvestungar mótmæltu í höfuðborginni í gær háu eldsneytisverði og efnahagsaðgerðum Emmanuel Macron Frakklandsforseta.
Í mótmælunum í dag klæddist fólk rauðum treflum og gekk frá torginu Place de la Nation að Bastille-minnisvarðanum. Sumir hrópuðu: „Já við lýðræði, nei við byltingu“ er þeir veifuðu fánum Evrópusambandsins.
Macron hefur rætt við borgarstjóra ýmissa borga sem eru óánægðir með ástandið, en mótmælin hafa breiðst hratt út um allt land.