Tók upp sprengju og missti hönd

Franska lögreglan beitti táragasi við þinghúsið í París í dag.
Franska lögreglan beitti táragasi við þinghúsið í París í dag. AFP

Gulvestungur missti hönd í átökum fyrir utan þinghúsið í París í dag. Þetta er þrettánda helgin í röð sem þúsundir manna íklædd­ir gul­um vest­um á hópast samana á göt­um franskra borga til þess að mót­mæla háu eldsneytis­verði og efna­hagsaðgerðum Emm­anu­el Macron, for­seta Frakk­lands.

Þrátt fyrir að mótmælendum hafi farið fækkandi kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu í dag fyrir framan þinghúsið eftir að hópur mótmælenda kom gangandi frá Champs-Elysees.

Á meðan flestir mótmælendur marseruðu friðsamlega bar hópur mótmælenda grímur fyrir andlitinu og reyndu að komast í gegnum varnargirðingu við þinghúsið og köstuðu ýmsu lauslegu að lögreglu, sem beitti táragasi og óbanvænum sprengjum (e. stun grenade).

Læknir við þinghúsið segir í samtali við AFP að maður hefði misst handlegginn þar sem átök milli lögreglu og mótmælenda áttu sér stað. Sjónvarvottur tók atvikið upp og segir hann að lögreglan hafi kastað svokallaðri ljóssprengju (e. flash -ball grenade) og að maðurinn hafi fengið hana í kálfann. Þegar hann tók hana upp til að koma í veg fyrir að hún myndi springa við fætur hans sprakk hún hins vegar í höndinni á honum með þeim afleiðingum að hann missti höndina.

„Þetta var ekki fallegt, hann öskraði af sársauka. Hann var ekki með neina fingur - það var allt horfið fyrir ofan úlnlið,“ segir sjónarvottur í samtali við AFP.

Talið er að um 12 þúsund manns hafi mótmælt í Frakklandi í dag, þar af um 4.000 manns í París. Tíu voru handteknir vegna mótmælanna í dag.

Tíu voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í dag.
Tíu voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í dag. AFP
Bráðaliðar í miðborg Parísar aðstoða mótmælanda.
Bráðaliðar í miðborg Parísar aðstoða mótmælanda. AFP
Frá mótmælum gulvestunga í dag í París.
Frá mótmælum gulvestunga í dag í París. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka