Nýr kálfur vekur vonir

Litli kálfurinn, L124, ásamt fjölskyldu sinni.
Litli kálfurinn, L124, ásamt fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Melisa Pinnow

Há­hyrn­ing­skálf­ur fædd­ist í Norðvest­ur-Kyrra­hafi á dög­un­um. Enn sem komið er virðist hann hraust­ur og kát­ur. Þetta þykja tíðindi því kálf­ur­inn er af stofni suðlægu staðbundnu há­hyrn­ing­anna sem er í al­var­legri út­rým­ing­ar­hættu. Meira en þrjú ár eru síðan kálf­ur komst á legg í þess­um stofni sem nú tel­ur aðeins 75 dýr. Vís­inda­menn krossa nú fing­ur og vona að fæðing kálfs­ins, sem fyrst sást í byrj­un janú­ar, sé merki um bata í hinum litla stofni sem er mik­il­væg­ur fyr­ir allt líf­ríkið í og við Sal­ish-haf, milli Brit­ish Col­umb­ia og Washingt­on-rík­is.

Stofn­in­um er skipt í nokkr­ar fjöl­skyld­ur sem vís­inda­menn ein­kenna með bók­stöf­um: J, K og L. Hver hóp­ur hef­ur sitt „tungu­mál“ sem dýr­in nota til að kall­ast á sín á milli. Litli kálf­ur­inn til­heyr­ir L-fjöl­skyld­unni og hef­ur fengið ein­kenn­is­staf­ina L124.

Í fyrra fylgd­ist heims­byggðin agndofa með því er kýr úr J-fjöl­skyld­unni synti í sautján daga með dauðan kálf sinn um hafið. Sá hafði aðeins lifað í um hálf­tíma. Þá drapst ann­ar há­hyrn­ing­ur úr þeirri fjöl­skyldu, kýr­in Scarlett, í fyrra. Scarlett var ung að árum og móðir henn­ar fylgdi henni á sund­inu eft­ir að hún veikt­ist og dróst aft­ur úr hinum úr hópn­um.

Fækkað hef­ur hratt í há­hyrn­inga­stofn­in­um síðustu árin og hef­ur hann ekki verið minni í 35 ár. Um miðjan tí­unda ára­tug síðustu ald­ar voru dýr­in um 100. Hrun í stofni chinook-lax­ins, helstu fæðu há­hyrn­ing­anna, er talið um að kenna. Marg­ar kenn­ing­ar eru uppi um hvað veld­ur því að lax­inn er að hverfa, m.a. mikl­ar hita­breyt­ing­ar í haf­inu, stífl­ur í ám í Kan­ada sem valda því að hann kemst ekki til hrygn­ing­ar­stöðva sinna, gríðarleg um­ferð báta og meng­un. Þá eru marg­ir vís­inda­menn á því að of­veiði síld­ar, sem er ein helsta fæða lax­ins, sé um að kenna. Hrun hef­ur orðið í síld­ar­stofn­um í Sal­ish-hafi og Georgia-sundi. Hafa nátt­úru­vernd­ar­sam­tök nú tekið hönd­um sam­an um að vekja at­hygli á þeim vanda sem þau segja hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir allt líf­ríkið.

Grein­in held­ur áfram fyr­ir neðan færsl­una.

View this post on In­sta­gram

How much would you be will­ing to pay to protect orcas? In 2018 the Cana­di­an go­vern­ment announced a $167.4 milli­on plan to protect Can­ada’s end­an­g­ered whales. $61.5 milli­on of that mo­ney tar­gets key threats to the Sout­hern Resi­dent orca pod pop­ulati­on in the Sal­ish Sea. These are the orcas I get to see from my deck at home and it is so sad to know that their pop­ulati­on is the smal­lest its been in 34 ye­ars. Th­ere are cur­rently 75, af­ter the safe arri­val of a new­born calf spotted for the first time this Janu­ary - the first success­ful pregn­ancy in three ye­ars. One of the big­gest threats they face is a decl­ine in wild pop­ulati­ons of Chinook salmon - a crucial prey species for orcas. This recogniti­on by the go­vern­ment is a good thing, but their plan ultima­tely fails to acknow­led­ge the fact that Chinook salmon feed primarily on herr­ing. And 4 out of 5 herr­ing pop­ulati­ons have crashed on this co­ast. Th­ere is an entire ecosystem relying on the supp­ort of herr­ing as a keyst­one species. If herr­ing stocks in the Strait of Georgia and the Sal­ish Sea are allowed to reco­ver, it will mean a world of dif­f­erence to the survi­val and the health of the ot­her life that depend on them. Go to the link in my bio and add your voice to help protect these #BIG­LittleF­ish.

A post shared by Crist­ina Mitter­meier (@crist­inamitter­meier) on Feb 9, 2019 at 10:15am PST

 „Ég vildi að ég gæti sagt að lík­urn­ar væru góðar [fyr­ir litla kálf­inn] en því miður á stofn suðlæga staðbundna há­hyrn­ings­ins í vand­ræðum núna,“ hef­ur New York Times eft­ir Mel­isu Pinnow, líf­fræðingi hjá Hval­a­rann­sókn­ar­stöðinni í Washingt­on-ríki. „Á síðustu þrem­ur árum hafa all­ir kálf­ar sem fæðst hafa drep­ist.“ Þá hafa ein­hverj­ar kýr einnig misst fóst­ur sín.

Pinnow var að horfa á frétt sem fylgdi mynd­bandi teknu úr þyrlu af hópi há­hyrn­ing­anna í byrj­un janú­ar. Þá þótt­ist hún sjá nýtt af­kvæmi í L-fjöl­skyld­unni. Strax næsta dag hélt hún af stað ásamt tveim­ur öðrum vís­inda­mönn­um til að rann­saka málið. Þá komu þau auga á kálf­inn ásamt fjöl­skyldu sinni í Pu­get-sundi. „Hann virt­ist vera eins og hver ann­ar kálf­ur, bara að leika sér í kring­um móður sína, eldri syst­ur og frænd­systkini,“ seg­ir Pinnow. Hún tel­ur að kálf­ur­inn hafi þá verið orðinn um þriggja vikna gam­all.

Enn er óvíst hvort kálf­ur­inn er kven- eða karl­kyns. Vís­inda­menn­irn­ir vona að þarna fari hraust lít­il kýr því það gæti skipt sköp­um þegar kem­ur að fjölg­un í stofn­in­um.

Mis­jöfn af­koma há­hyrn­inga

Há­hyrn­inga má finna í öll­um heims­höf­um. Á sum­um svæðum vegn­ar þeim vel en á öðrum, sér­stak­lega búsvæðum í ná­grenni iðnaðarsvæða, eru þeir í út­rým­ing­ar­hættu. Sýnt hef­ur verið fram á að hættu­leg eit­ur­efni, PCB, safn­ast upp í há­hyrn­ing­um og kálf­ar fái efn­in í sig strax í móðurkviði.

Grein­in held­ur áfram fyr­ir neðan mynd­skeiðið en þar má sjá unga kálf­inn á sundi ásamt fjöl­skyldu sinni.

Fá önn­ur spen­dýr heims­ins búa yfir jafn­mik­illi fé­lags­legri færni og há­hyrn­ing­ar. Þeir haf­ast við í hóp­um þar sem kven­dýr­in ráða för. Í þess­um hóp­um má oft finna fjór­ar kyn­slóðir og það eru elstu kýrn­ar sem eru við stjórn­völ­inn. Þess­ar ætt­mæður geta jafn­vel náð hundrað ára aldri. Há­hyrn­ing­skýr eru í hópi ör­fárra annarra teg­unda sem fara á breyt­inga­skeið líkt og kon­ur. Ættmæðurn­ar hafa nefni­lega öðru hlut­verki að gegna en að ala af sér af­kvæmi: Þær eru „ljós­mæður“, fóstr­ur, kenn­ar­ar og leiðtog­ar. Svo mik­il­vægu hlu­verki gegna mæður, ömm­ur og lang­ömm­ur í hópi há­hyrn­inga að séu af­kvæm­in tek­in af þeim á unga aldri ná þau aldrei þeirri færni sem þau ann­ars hefðu öðlast.

Há­hyrn­ing­ar eru sér­stak­lega leik­glaðir að eðlis­fari. Suðlægu staðbundnu há­hyrn­ing­arn­ir hafa þó síðustu ár þurft að eyða meiri orku í æt­is­leit en leik.

L-fjöl­skyld­an virt­ist hin hress­asta þegar vís­inda­menn­irn­ir fylgd­ust með henni á dög­un­um. Þeir urðu svo vitni að því er all­ar þrjár há­hyrn­ings­fjöl­skyld­urn­ar komu sam­an til fund­ar, eins og þær gera gjarn­an annað slagið.

Litli kálf­ur­inn er nú kallaður Lucky, eða Lukka, af vís­inda­mönn­un­um við Hval­a­rann­sókn­ar­stöðina í Washingt­on. Von­andi mun hann boða gæfu fyr­ir há­hyrn­inga­stofn­inn í Norðvest­ur-Kyrra­hafi. Það er þó alls óvíst. Ein kýr­in í J-fjöl­skyld­unni, amma kálfs­ins sem drapst stuttu eft­ir fæðingu á síðasta ári, er orðin veik­b­urða og ekki tal­in eiga langt eft­ir. Þá er ann­ar há­hyrn­ing­ur, karldýrið K25, einnig við slæma heilsu eft­ir að hafa misst móður sína, sem hann var enn nokkuð háður um fæðu, í fyrra. 

Ken Balcomb, stofn­andi Hval­a­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar, var­ar fólk við því að vera of bjart­sýnt. Hann minn­ir á að lífs­lík­ur Lucky séu aðeins um 50%. 

En það má alltaf vona.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert