Krotuðu hakakross á legsteina

Legsteinar kirkjugarðsins.
Legsteinar kirkjugarðsins. AFP

Skemmdarverk voru unnin á um 80 grafreitum í kirkjugarði gyðinga í austurhluta Frakklands aðfaranótt þriðjudags. Hakakross og ýmis ókvæðisorð höfðu verið krotuð á legsteinana. Skemmdarverkin eru unnin á sama tíma og boðað hefur verið til mótmæla í Frakklandi gegn gyðingahatri og ofbeldisfullri orðræðu.  

Kirkjugarðurinn er í bænum Quatzenheim skammt frá Strasburg í Frakklandi. BBC greinir frá.  

Talsvert hefur borið á hatursorðræðu mótmælenda, svo nefndra gul­vestunga, í garð gyðinga í landinu undanfarið. Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti gagnrýndi hat­ursorðræðu mót­mæl­enda, í garð þeirra á dögunum eftir að lög­reglan hafði gripið inn í til að verja heim­spek­ing­inn Alain Finkiel­kraut þegar mót­mæl­end­ur veitt­ust að hon­um í Par­ís með móðgun­um og háðsglós­um um gyðinga í mótmælum.

Ekki er langt síðan Christophe Castaner, inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, varaði við því að gyðinga­hat­ur virt­ist vera að breiðast eins og eit­ur um landið. 

Lögreglumaður stendur vaktina við kirkjugarðinn.
Lögreglumaður stendur vaktina við kirkjugarðinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert