Reka lögreglustjórann og banna mótmæli

Veitingastaðurinn Le Fouquet í París varð illa úti í mótmælum …
Veitingastaðurinn Le Fouquet í París varð illa úti í mótmælum helgarinnar. AFP

Frönsk stjórnvöld ætla að skipta út lögreglustjóra Parísarborgar og banna mótmæli á vissum svæðum, eftir að átök brutust út milli hóps mótmælenda og lögreglu í París í mótmælum gulvestunga á laugardag.

BBC hefur eftir Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, að yfirvöld muni bregðast við um leið og búið sé að bera kennsla á þá hópa róttæklinga sem tóku þátt í mótmælunum í þeim hverfum þar sem átökin voru hörðust.

Brutu mótmælendur m.a. rúður í verslunum við Champs-Élysées breiðgötuna og segir verslunarráð Parísar að verulegar skemmdir hafi verið unnar á 91 fyrirtæki í mótmælum helgarinnar.  

Um 10.000 manns tóku þátt í mótmælunum á laugardag og er það nokkur fjölgun miðað við þátttökuna undanfarnar helgar.

Rúður voru brotnar í fjölda verslana og veitingastaða við Champs …
Rúður voru brotnar í fjölda verslana og veitingastaða við Champs Elysees-breiðgötuna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert