Talaði í rúma átta tíma

AFP

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur undanfarið staðið fyrir fundum víðs vegar um Frakkland þar sem málefni þjóðarinnar eru rædd. Í gær var slíkur fundur haldinn í Elysée-höll og talaði forsetinn í átta klukkustundir og tíu mínútur. Afar fáir voru eftir í salnum þegar hann lauk máli sínu.

Sigurboginn í París á laugardag.
Sigurboginn í París á laugardag. AFP

Fyrir tveimur og hálfum mánuði hóf Macron vegferð sína undir slagorðinu Grand Débat des Idées en þar rökræðir hann við vísindamenn og hugsuði um framtíð Frakklands og hugmyndafræðina þar á bak við. Herferðin fór af stað í kjölfar mótmæla gulvestunga. 

Frá París á laugardaginn.
Frá París á laugardaginn. AFP

Á fyrri fundum hefur Macron sýnt mikið þol við að svara spurningum kjósenda um allt á milli himins og jarðar. Allt frá lokunum spítala til utanríkismála í fjórar til fimm klukkustundir. En fundinum í gærkvöldi lauk ekki fyrr en klukkan 2:30 í nótt. Þegar yfir lauk höfðu jafnvel einhverjir formlegir þátttakendur í umræðunum yfirgefið salinn. Umræðan bar yfirskriftina: helstu áskoranir og málefni sem blasa við Frökkum í framtíðinni og fór fram í forsetabústaðnum. Fundurinn var sendur beint út á France Culture-útvarpsstöðinni. 

Emmanuel Macron forseti Frakklands.
Emmanuel Macron forseti Frakklands. AFP

Fylgisaukning upp á 8%

60 hugsuðir, hagfræðingar og vísindamenn á sviði umhverfismála tóku þátt ásamt Macron í gærkvöldi. Allt bendir til þess að fundirnir að undanförnu hafi haft góð áhrif á hug kjósenda í garð forsetans því vinsældir hans hafa aukist um 8% frá því desember og nýtur hann stuðnings 31% kjósenda. 

Gulvestungar hófu mótmæli sín um miðjan nóvember og í fyrstu snerust mótmælin um skatta á eldsneytisverð en breyttust fljótt í mótmæli við stjórnunarstefnu Macron sem ýmsum þykir taka of mikið tillit til viðskiptahagsmuna á kostnað almennings. 

Alls voru um 10 þúsund fundir skipulagðir á vegum stjórnvalda frá því um miðjan janúar en herferðinni lauk formlega á föstudaginn. 

Hér var blaðastandur við Champs-Élysées en ekki lengur því óeirðarseggir …
Hér var blaðastandur við Champs-Élysées en ekki lengur því óeirðarseggir lögðu hann í rúst og kveiktu í um helgina. AFP

23 milljarða króna kröfur vegna skemmdarverka

Samkvæmt upplýsingum frá frönskum tryggingafélögum hafa verið lagðar fram skaðabótakröfur vegna skemmda sem gulvestungar hafa unnið upp á 170 milljónir evra, tæplega 23 milljarða króna. Inni í þeirri tölu eru ekki skemmdir sem unnar voru um síðustu helgi þegar allt keyrði um þverbak á Champs-Élysées. Kröfuhafar eru um 10 þúsund talsins.

AFP

Í gær rak ríkisstjórnin lögreglustjóra Parísarborgar úr starfi en ástæðan fyrir brottrekstrinum er að lögreglunni tókst ekki að hafa hemil á óeirðarseggjum helgarinnar. Um fimm þúsund lögreglumenn voru á vakt í höfuðborginni á laugardag. Þann dag lögðu nokkur hundruð svartklæddir óeirðarseggir breiðgötuna Champslysées nánast í rúst að hluta. Eigendur fyrirtækja eru búnir að fá sig fullsadda af ástandinu í borginni og var haldinn aukafundur í ríkisstjórninni vegna málsins í gær.

AFP

Édouard Charles Philippe forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í gær og sagði stöðu mála óþolandi. Hann greindi frá því að Michel Delpuech hafi verið rekinn úr embætti lögreglustjóra og nýr lögreglustjóri yrði kynntur til sögunnar á miðvikudag.

AFP

Mótmæli yrðu bönnuð á Champslysées og annars staðar ef óeirðarseggir myndu taka þátt og sektir yrðu hækkaðar úr 38 evrum í 135 evrur ef fólk tæki þátt í ólöglegum mótmælum.

AFP

Yfir eitt hundrað fyrirtæki urðu fyrir barðinu á skemmdarvörgum um helgina í París og þar á meðal tugir verslana og veitingastaða við Champs-Elyées.

Á horni Rue du Colisee og Roosevelt-breiðgötunnar skammt frá Champs-Élysees.
Á horni Rue du Colisee og Roosevelt-breiðgötunnar skammt frá Champs-Élysees. AFP
AFP
Gulvestungur.
Gulvestungur. AFP
AFP
AFP
AFP
Litið yfir dagsverkið.
Litið yfir dagsverkið. AFP
Miðborg Parísar.
Miðborg Parísar. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka