Hvöttu til sjálfsvíga lögreglumanna

Á Republique-torginu í París á laugardag.
Á Republique-torginu í París á laugardag. AFP

Sak­sókn­ari í Par­ís hef­ur hafið rann­sókn á víg­orðum sem mót­mæl­end­ur í Par­ís æptu að lög­reglu í mót­mæl­um í borg­inni á laug­ar­dag. Hvöttu þeir ít­rekað lög­reglu­menn til þess að taka eigið líf. Það sem af er ári hafa 28 fransk­ir lög­reglu­menn framið sjálfs­víg en allt árið í fyrra voru þeir 35. 

AFP

Um er að ræða mót­mæl­end­ur úr hópi gul­vestunga sem hafa und­an­farn­ar 23 helg­ar farið út á göt­ur Par­ís­ar og mót­mælt stefnu for­seta lands­ins, Emm­anu­el Macron. Á ýmsu hef­ur gengið og gríðarleg skemmd­ar­verk unn­in sam­fara mót­mæl­un­um en mörg­um þótti keyra um þver­bak á laug­ar­dag þegar mót­mæl­end­urn­ir æptu: Fremjið sjálfs­víg, fremjið sjálfs­víg! (Suicidez-vous !) að lög­reglu­mönn­um sem voru á vakt. 

Inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, Christophe Castaner, skrif­ar um þetta á Twitter og seg­ir að þeir ættu að skamm­ast sín en hann birti mynd­skeið með færsl­unni þar sem áhrín­isorð mót­mæl­enda óma. 

Formaður banda­lags lög­reglu­manna (Alli­ance), Frederic Lagache, seg­ir að lög­regl­an hafi þurft að þola ým­is­legt af hálfu mót­mæl­enda en nú hafi þeir ein­fald­lega gengið of langt. Þetta sé árás á alla þá lög­reglu­menn sem hafi dáið og fjöl­skyld­ur þeirra. 

Lögreglan í París á vakt vegna mótmæla Gilets Jaunes á …
Lög­regl­an í Par­ís á vakt vegna mót­mæla Gilets Jaunes á laug­ar­dag. AFP

Rík­is­lög­reglu­stjóri Frakk­lands, Eric Mor­van, skrifaði bréf til allra lög­reglu­manna lands­ins ný­verið þar sem hann fjallaði um fjölda sjálfs­víga í stétt­inni. Að sjálfs­víg væru eitt­hvað sem þyrfti að ræða og án þess að viðkom­andi þurfi að ótt­ast að vera dæmd­ur. 

Fransk­ir lög­reglu­menn hafa ít­rekað kvartað und­an álagi í starfi ekki síst vegna auka­vakta um helg­ar vegna mót­mæl­anna. Á fimmtu­dag frömdu tveir lög­reglu­menn sjálfs­víg. Lög­reglumaður skaut sig til bana á heim­ili sínu í Vil­lejuif, skammt fyr­ir utan Par­ís og lög­reglu­v­arðstjóri skaut sig til bana á skrif­stofu sinni í Mont­p­ellier. Mik­il sorg rík­ir meðal íbúa í Mont­p­ellier og tóku hundruð lög­reglu­manna þátt í minn­ing­ar­at­höfn um varðstjór­ann, tveggja barna móður, fyr­ir utan höfuðstöðvar lög­regl­unn­ar í borg­inni. 

Minningarathöfn fyrir utan lögreglustöð í Montpellier á föstudag.
Minn­ing­ar­at­höfn fyr­ir utan lög­reglu­stöð í Mont­p­ellier á föstu­dag. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert