Hótar að tvöfalda refsitolla í vikulok

Hang Seng-vísitalan lækkaði um 3,33% eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti …
Hang Seng-vísitalan lækkaði um 3,33% eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann hyggist ríflega tvöfalda refsitolla á kínverskan varning næsta föstudag. AFP

Hluta­bréfa­markaðir í Kína og Evr­ópu hafa tekið dýfu eft­ir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti greindi frá því á Twitter í gær að hann hygg­ist ríf­lega tvö­falda refsitolla á kín­versk­an varn­ing næsta föstu­dag.

Ætla má að með tíst­inu þyki for­set­an­um samn­ingaviðræður við kín­versk stjórn­völd ganga of hægt.

Í færsl­unni kem­ur fram að und­an­farna tíu mánuði hef­ur verið lagður 25% toll­ur á 50 millj­arða dala virði af kín­verskri há­tækni­vöru og 10% toll­ur á 200 millj­arða dala virði af vör­um af öðrum toga. Trump hyggst hækka tolla á síðar­nefnda vöru­hóp­inn upp í 25% og þá ýjaði hann að því að all­ur inn­flutn­ing­ur frá Kína, eins og hann legg­ur sig, verði lát­inn bera 25% toll.

Viðskipta­samn­inga­nefnd­ir ríkj­anna eiga að hitt­ast á fundi í Washingt­on í vik­unni en BBC grein­ir frá því að óvíst sé hvort Liu He, aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra Kína, verði viðstadd­ur fund­inn líkt og til stóð. Talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Kína seg­ir að verið sé að meta stöðuna eft­ir nýj­asta út­spil Trump.

„For­set­inn er, að ég held, að gefa út viðvör­un,“ seg­ir Larry Kuldow, efna­hags­ráðgjafi í Hvíta hús­inu, í sam­tali við Fox-frétta­stof­una.

Efnahagsráðgjafi í Hvíta húsinu segir Donald Trump Bandaríkjaforseta vera að …
Efna­hags­ráðgjafi í Hvíta hús­inu seg­ir Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta vera að senda kín­versk­um stjórn­völd­um viðvör­un með því að segj­ast ætla að ríf­lega tvö­falda refsitolla á kín­versk­an varn­ing í lok vik­unn­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert