Játar að hafa afhöfðað aðra þeirra

Rachid Afatti, Ouziad Younes og Ejjoud Abdessamad eru grunaðir um …
Rachid Afatti, Ouziad Younes og Ejjoud Abdessamad eru grunaðir um að hafa drepið konurnar tvær. AFP

Leiðtogi vígahópsins sem drap tvær ungar skandínavískar konur í desember hefur játað að hann hafi afhöfðað aðra þeirra og hann sjái eftir því. Abdessamad Ejjoud, 25 ára götusali, er ákærður ásamt 23 öðrum fyrir morðin á Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára frá Danmörku, og Maren Ueland, 28 ára frá Noregi, en þær fundust látnar í tjaldi sínu í Atlas-fjöllunum 17. desember.

Frá Atlasfjöllunum í Marokkó.
Frá Atlasfjöllunum í Marokkó. AFP

Réttarhöldin hófust í Salé, skammt frá höfuðborg Marokkó, Rabat, í gær. Þrír þeirra ákærðu: Ejjoud, Younes Ouaziyad, 27 ára og Rachid Afatti, 33 ára, eru sakaðir um að hafa heitið vígasamtökunum Ríki íslams hollustu og framið morðin. Þeir eiga allir höfði sér dauðarefsingu verði þeir fundnir sekir. Ekki kom fram hvora þeirra Ejjoud afhöfðaði. 

AFP

Allir 24 eru ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkastarfsemi en aðeins þeir þrír eru ákærðir fyrir morð. Ungu konurnar voru samleigjendur og lögðu báðar stund á nám við háskólann í Bø. Þær voru á ferðalagi um Marokkó í jólafríinu og höfðu tjaldað skammt frá Toubkal, hæsta tindi landsins. 

Frétt BBC

AFP
AFP
Tveir þeirra ákærðu koma fyrir dóm.
Tveir þeirra ákærðu koma fyrir dóm. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert