Tollar á allar mexíkóskar vörur

Mynd sem bandarísk yfirvöld hafa birt frá landamærunum.
Mynd sem bandarísk yfirvöld hafa birt frá landamærunum. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur boðað álagningu tolla á allar vörur frá Mexíkó og á þetta að vera liður í að draga úr komum flóttafólks yfir landamærin.

Trump greinir frá þessu á Twitter en þar segir hann að 5% tollur verði lagður á allan innflutning frá Mexíkó frá og með 10. júní. Tollarnir muni hækka hægt og rólega þangað til „vandamálið með ólöglega innflytjendur verður leyst“.

Líkt og fram hefur komið hefur Trump lýst yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna ástandsins við landamæri Mexíkó að hans eigin sögn. 

Landamæraverðir segja að þeir séu útkeyrðir en gagnrýnendur segja að þeir fari offari og komi illa fram við flóttafólkið. 

Í frétt BBC er haft eftir Jesus Seade, helsta embættismanni Mexíkó gagnvart Bandaríkjunum, að tollarnir séu hörmuleg mistök og ef þeir verði lagðir á verði þeim mætt af fullri hörku.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert