Varað við ferðalögum til Bandaríkjanna

AFP

Kínversk yfirvöld vara þegna landsins við ferðalögum til Bandaríkjanna vegna hættu sem þar ríkir vegna skotárása. Alls hafa verið gerðar 150 skotárásir í landinu það sem af er ári. Tæplega 6 þúsund hafa látist í þessum árásum. Enn vex spennan í samskiptum ríkjanna tveggja.

Viðvörunin er gefin út af menningar- og ferðamálaráðuneyti Kína og er þar tiltekið að fólki stafi ógn af ítrekuðum ránum og byssuofbeldi í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert