Tugir þúsunda mótmælenda gengu um götur Hong Kong í morgun þar sem þess var krafist að stjórnvöld hætti alfarið við áform sín um að leyfa framsal brotamanna frá sjálfstjórnarsvæðinu til Kína.
„Hættið við þessi illu lög!“ hrópuðu mótmælendurnir og settu um leið en meiri pressu á Carrie Lam, héraðsstjóra Hong Kong, sem greindi frá því að gær að áformunum hafi verið frestað. Sagðist hún hafa vanmetið andstöðu almennings.
„Viðbrögð Carrie Lam eru ekki einlæg. Hún veit að stjórnvöld munu ekki draga frumvarpið til baka og þess vegna ákvað ég að koma hingað í dag,“ sagði Terence Shek, einn af mótmælendunum.
Á blaðamannafundi í gær sagði héraðsstjórinn að lög um framsal væru nauðsynleg til að stoppa í göt í kerfinu og koma í veg fyrir að glæpamenn fengju að vaða uppi í Hong Kong.
14:45 Hong Kong Station: #HongKongers doing it again!!!! #extraditionBill pic.twitter.com/1TACHP9Bhy
— Kinling Lo 盧建靈 (@kinlinglo) June 16, 2019
Protesters singing John Lennon’s imagine in anti-#extraditionbill march in hongkong @SCMPNews pic.twitter.com/ZgGh7LKSjQ
— Jeffie Lam (@jeffielam) June 16, 2019