300 þúsund lítrar á eldinn

Enn er barist við gróðureldinn á eyjunni Gran Canaria.
Enn er barist við gróðureldinn á eyjunni Gran Canaria. Ljósmynd/Unidad Militar de Emergencias

Enn er barist við gróðureldana á Gran Canaria, fjölmennustu eyju Kanaríeyja og hafa um 230 slökkviliðsmenn komið að slökkvistarfi í nótt, að því er fram kemur á vef kanaríska yfirvalda. Þá hafa um eitt þúsund íbúa þurft að yfirgefa heimilin sín.

Slökkviliðsmenn hafa grafið skurði til þess að takmarka útbreiðslu eldsins. Einnig hafa þeir ásamt þyrlum og flugvélum dælt 250 til 300 þúsund lítrum af vatni á eldana.

Yfirvöld Kanaríeyja segja flókið að stöðva útbreiðslu gróðureldanna til suðurs við bæinn Tejeda og að mikill vindur vera til þess fallinn að gera slökkvistarf erfiðara, en búst er við að vindurinn nái 70 kílómetrum á klukkustund í kvöld.

Forseti Kanaríeyja hefur beðið alla íbúa eyjunnar að fylgjast vel með tilkynningum yfirvalda og að fara að leiðbeiningum lögreglu og annarra viðbragðsaðila. Þá bað hann almenning um að halda sér frá þeim svæðum sem gróðureldarnir hafa náð til.

Maðurinn, sem talinn er að hafa af gáleysi orsakað eldsupptökin er hann var við vinnu og notaði logsuðutæki, hefur verið handtekinn.

Útbreiðsla gróðureldanna.
Útbreiðsla gróðureldanna. Kort/Gobierno de Canarias



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert