Knattspyrnumaðurinn Emiliano Sala andaði að sé miklu magni kolmónoxíðs áður en hann lést í flugslysi í Ermarsundi janúar. Það sama á við um flugmann vélarinnar.
Rannsókn hefur leitt í ljós að styrkur kolmónoxíðs í blóði Sala var svo hár, eða 58%, að Sala gæti hafa fengið flog, hjartaáfall eða misst meðvitund. Í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa á Bretlandi, sem BBC fjallar um, segir að styrkur yfir 50% sé vanalega banvænn fólki sem er að öðru leyti við góða heilsu.
Sala og flugmaðurinn, David Ibbotson, voru á leið frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Wales með lítilli flugvél 21. janúar. Sala var þá að ganga frá félagaskiptum frá franska liðinu til Cardiff þegar flugvél sem átti að flytja hann yfir Ermarsundið brotlenti. Lík Ibbotson hefur ekki fundist en líklegt er talið að hann hafi líka orðið fyrir gaseitrun.
Lögmaður fjölskyldu Sala segir niðurstöður eiturefnagreiningar vekja upp margar spurningar. Rannsókn beinist nú að því að komast að því hvernig kolmónoxíðleki gæti hafa komið upp inni í flugvélinni. Fjölskylda Sala hefur farið fram á að ítarleg tæknileg rannsókn fari fram á flugvélinni sjálfri.