Kína svarar Trump

Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að svara Bandaríkjunum og hækka tolla …
Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að svara Bandaríkjunum og hækka tolla á bandarískar vörur. AFP

Kín­versk stjórn­völd til­kynntu í dag að þau muni svara efna­hagsaðgerðum Banda­ríkj­anna og hækka tolla á banda­rísk­ar vör­ur allt að 10% eða því sem nem­ur 75 millj­örðum banda­ríkja­dala, jafn­v­irði 9.337 millj­arða ís­lenskra króna.

Fram kem­ur í um­fjöll­un Reu­ters að þessi hækk­un bæt­ist ofan á þær tolla­hækk­an­ir sem þegar hafa verið sett­ir á vegna viðskipta­deilu ríkj­anna.

Þann fyrsta ág­úst til­kynnti Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, að þarlend stjórn­völd myndu leggja á 10% inn­flutn­ing­stoll á vör­ur frá Kína, sem mun nema 300 millj­arða banda­ríkja­dala á ári. Fyr­ir er 25% toll­ur á vör­um frá Kína og taka nýju toll­ar Banda­ríkj­anna gildi í tvennu lagi, fyrsta sept­em­ber og 15. des­em­ber.

Fyr­ir­ætl­un Kína miðar að því að hækka tolla um fimm til tíu pró­sentu­stig á 5.078 vöru­flokka sem flutt­ir eru inn frá Banda­ríkj­un­um. Meðal þeirra eru land­búnaðar­vör­ur eins og soja­baun­ir, hrá­ol­ía og smærri loft­för. Jafn­framt eru nýir toll­ar lagðir á inn­flutn­ing bif­reiða og íhluti þeirra.

Full­yrtu kín­versk stjórn­völd í dag að þau hafi ekki haft annarra kosta völ en að hækka tolla í ljósi ein­hliða aðgerða Banda­ríkj­anna og vernd­ar­hyggju.

Þrátt fyr­ir aukna spennu er talið að viðræður Banda­ríkj­anna og Kína, sem skipu­lagðar eru í sept­em­ber, fari fram sam­kvæmt áætl­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert