Áhugi Donalds Trump Bandaríkjaforseta á kaupum á Grænlandi hefur vakið mikla athygli. Markaðsteymi Repúblikanaflokksins hefur ákveðið að nýta sér hana til góða og hafði sölu á Grænlandsbolum.
Styrktarfélagar Repúblikanaflokksins, sem styrkja flokkinn um 25 bandaríkjadali eða meira, fá nú sérstaka boli í skiptum fyrir styrkinn, en á bolunum er mynd af korti í fánalitunum þar sem lítur út fyrir að Grænland sé hluti Bandaríkjanna.
„Styðjið Trump og hjálpið Ameríku að vaxa,“ segir í auglýsingu fyrir bolina, sem fást í takmörkuðu upplagi, að því er segir í frétt Politico.
The @NRCC is fundraising with a t-shirt of a US map that includes Greenland: "Support President Trump and his efforts to help America grow!" pic.twitter.com/v1k0hjB5e5
— Casey Tolan (@caseytolan) August 22, 2019