Vildi meiri tollahækkun

Talskona Hvíta hússins segir Donald Trump hafa viljað hækka tolla …
Talskona Hvíta hússins segir Donald Trump hafa viljað hækka tolla á kínverskar vörur meira en gert var. AFP

Það vakti at­hygli á fundi leiðtoga G7-ríkj­anna í Frakklandi í dag að Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hafi svarað ját­andi er hann var spurður hvort hann hefði ein­hverj­ar efa­semd­ir um síðustu tolla­hækk­un á kín­versk­ar vör­ur, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Reu­ters.

„Trump for­seti svaraði ját­andi vegna þess að hann sér eft­ir því að hafa ekki hækkað toll­ana meira,“ sagði Stephanie Gris­ham, talskona Hvíta húss­ins, þegar blaðamenn báðu um skýr­ing­ar vegna um­mæla Trumps í dag.

Banda­rík­in og Kína hafa skipst á tolla­hækk­un­um að und­an­förnu, en mikl­ar viðskipta­deil­ur eru milli ríkj­anna.

Trump hef­ur ekki haldið sér frá Twitter þrátt fyr­ir funda­höld leiðtog­anna og tísti hann meðal ann­ars í dag að það sem leiðtog­ar annarra ríka spyrja hann mest um vera: „Herra for­seti, af hverju hat­ar banda­rísk­ir fjöl­miðlar landið þitt svona mikið? Af hverju eru þeir að von­ast til þess að land­inu gangi illa?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert