Neyðarlög sett í Hong Kong

Ríkisstjóri Hong Kong, Carrie Lam.
Ríkisstjóri Hong Kong, Carrie Lam. AFP

Ríkisstjóri Hong Kong hefur tilkynnt um setningu neyðarlaga í borgríkinu sem leggja bann við því að fólk beri andlitsgrímur. Um er að ræða aðgerð sem miðar að því að draga úr mótmælum á götum úti segir Carrie Lam.

Hún segist trúa því að nýju lögin muni hafa fyrirbyggjandi áhrif á þá mótmælendur sem hafa beitt ofbeldi og skýlt sér á bak við grímur. Þetta muni koma lögreglu vel við að sinna starfi sínu.

Mótmæli hafa staðið yfir reglulega síðan snemma í júní og hefur ofbeldi færst í vöxt í kringum þau undanfarið. Í upphafi beindust mótmælin gegn umdeildum lögum um framsal sakamanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert