Neyðarlög sett í Hong Kong

Ríkisstjóri Hong Kong, Carrie Lam.
Ríkisstjóri Hong Kong, Carrie Lam. AFP

Rík­is­stjóri Hong Kong hef­ur til­kynnt um setn­ingu neyðarlaga í borg­rík­inu sem leggja bann við því að fólk beri and­lits­grím­ur. Um er að ræða aðgerð sem miðar að því að draga úr mót­mæl­um á göt­um úti seg­ir Carrie Lam.

Hún seg­ist trúa því að nýju lög­in muni hafa fyr­ir­byggj­andi áhrif á þá mót­mæl­end­ur sem hafa beitt of­beldi og skýlt sér á bak við grím­ur. Þetta muni koma lög­reglu vel við að sinna starfi sínu.

Mót­mæli hafa staðið yfir reglu­lega síðan snemma í júní og hef­ur of­beldi færst í vöxt í kring­um þau und­an­farið. Í upp­hafi beind­ust mót­mæl­in gegn um­deild­um lög­um um framsal saka­manna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert