Þúsundir hafa tekið þátt í óskipulögðum mótmælum í Hong Kong í dag eftir að ríkisstjóri Hong Kong tilkynnti setningu neyðarlaga í borgríkinu sem leggja bann við því að fólk beri andlitsgrímur.
Víðtæk mótmæli brutust strax út eftir tilkynningu ríkisstjórans. Margir fóru snemma heim úr vinnu til að taka þátt í mótmælunum og mikill mannfjöldi sem aðallega samanstóð af skrifstofufólki safnaðist saman og lokaði vegum. Einhverjir mótmæltu með því að kveikja í kínverskum fánum.
Banninu er ætlað að draga úr mótmælum í Hong Kong en fyrsta október skaut lögreglumaður fjórtán ára gamlan mótmælanda í fótinn. Hann liggur á spítala og er ástand hans alvarlegt.
Mótmæli hafa staðið yfir reglulega síðan snemma í júní og hefur ofbeldi færst í vöxt í kringum þau undanfarið. Í upphafi beindust mótmælin gegn umdeildum lögum um framsal sakamanna.