Átök í Barcelona eftir dóma Hæstaréttar

Þúsundir sjálfstæðissinna þustu á götur út í Barcelona eftir að …
Þúsundir sjálfstæðissinna þustu á götur út í Barcelona eftir að dómarnir voru kveðnir upp. AFP

Fjölmenn mótmæli brutust út í Barcelona eftir að Hæstiréttur Spánar dæmdi níu leiðtoga sjálfstæðissinna í Katalóníu til áralangra fangelsisvista. Þyngsti dómurinn hljóðar upp á 13 ár en sá sem styst þarf að sitja inni verður þar þó í níu ár.

Þúsundir sjálfstæðissinna þustu á götur út í Barcelona eftir að dómarnir voru kveðnir upp, auk þess sem mótmælendur lentu í útistöðum við lögreglu á alþjóðaflugvelli borgarinnar. Alls hefur 108 flugferðum verið aflýst vegna mótmælanna.

Frá mótmælum dagsins í Barcelona.
Frá mótmælum dagsins í Barcelona. AFP

Oriel Junqu­eras, formaður ERC, fékk þyngsta dóm­inn eða 13 ár. Hann var dæmd­ur fyr­ir að hafa mis­notað op­in­bert fé og áróður. Dóm­arn­ir eru væg­ari en sak­sókn­ari hafði farið fram á en hann hafði meðal ann­ars farið fram á 25 ára fang­els­is­dóm yfir Ori­ol Junqu­eras.

Þá var handtökuskipun gefin út á hendur Car­les Puig­demont, fyrrverandi leiðtoga sjálfstæðissinna. Hann segir fangelsisdómana hneyksli. „100 ár sam­an­lagt. Hneyksli.“

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka