Fjölmenn mótmæli brutust út í Barcelona eftir að Hæstiréttur Spánar dæmdi níu leiðtoga sjálfstæðissinna í Katalóníu til áralangra fangelsisvista. Þyngsti dómurinn hljóðar upp á 13 ár en sá sem styst þarf að sitja inni verður þar þó í níu ár.
Þúsundir sjálfstæðissinna þustu á götur út í Barcelona eftir að dómarnir voru kveðnir upp, auk þess sem mótmælendur lentu í útistöðum við lögreglu á alþjóðaflugvelli borgarinnar. Alls hefur 108 flugferðum verið aflýst vegna mótmælanna.
Oriel Junqueras, formaður ERC, fékk þyngsta dóminn eða 13 ár. Hann var dæmdur fyrir að hafa misnotað opinbert fé og áróður. Dómarnir eru vægari en saksóknari hafði farið fram á en hann hafði meðal annars farið fram á 25 ára fangelsisdóm yfir Oriol Junqueras.
Þá var handtökuskipun gefin út á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi leiðtoga sjálfstæðissinna. Hann segir fangelsisdómana hneyksli. „100 ár samanlagt. Hneyksli.“