Handtökuskipun gefin út

Carles Puigdemont.
Carles Puigdemont. AFP

Spænsk­ur dóm­ari hef­ur gefið út nýja alþjóðlega hand­töku­skip­un á hend­ur fyrr­ver­andi for­seta Katalón­íu-héraðs, Car­les Puig­demont, sem flúði til Belg­íu til að kom­ast hjá sak­sókn vegna mis­heppnaðrar sjálf­stæðistilraun­ar héraðsins.

Hand­töku­skip­un­in, þar sem þess er kraf­ist að Puig­demont sé hneppt­ur í varðhald, er gef­in út á grund­velli ákæru um að hafa æst til upp­reisn­ar og mis­notað op­in­bert fé vegna þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði Katalón­íu í októ­ber 2017.

Hæstirétt­ur Spán­ar ógilti í júlí 2018 fyrri alþjóðlegu hand­töku­skip­un­ina á hend­ur Car­les Puig­demont.

Níu leiðtog­ar aðskilnaðarsinna í Katalón­íu voru í dag dæmd­ir í langt fang­elsi í hæsta­rétti Spán­ar. Oriel Junqu­eras, formaður ERC, fékk þyngsta dóm­inn eða 13 ár. Þrír aðrir fyrr­ver­andi ráðherr­ar héraðsstjórn­ar Katalón­íu fengu 12 ára dóm en aðrir væg­ari refs­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert