Handtökuskipun gefin út

Carles Puigdemont.
Carles Puigdemont. AFP

Spænskur dómari hefur gefið út nýja alþjóðlega handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta Katalóníu-héraðs, Carles Puigdemont, sem flúði til Belgíu til að komast hjá saksókn vegna misheppnaðrar sjálfstæðistilraunar héraðsins.

Handtökuskipunin, þar sem þess er krafist að Puigdemont sé hnepptur í varðhald, er gefin út á grundvelli ákæru um að hafa æst til uppreisnar og misnotað opinbert fé vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu í október 2017.

Hæstiréttur Spánar ógilti í júlí 2018 fyrri alþjóðlegu handtökuskipunina á hendur Carles Puigdemont.

Níu leiðtog­ar aðskilnaðarsinna í Katalón­íu voru í dag dæmd­ir í langt fang­elsi í hæsta­rétti Spán­ar. Oriel Junqu­eras, formaður ERC, fékk þyngsta dóm­inn eða 13 ár. Þrír aðrir fyrr­ver­andi ráðherr­ar héraðsstjórn­ar Katalón­íu fengu 12 ára dóm en aðrir væg­ari refs­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka